Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 71
J a x l TMM 2016 · 1 71 hafði einu sinni blikkað hana á Kaffibarnum og hún ákveðið að gera honum þann greiða að þykjast ekki sjá það. Þau höfðu verið saman í menntaskóla. Hún vissi að hann vissi það. Hann vissi að hún vissi að hann vissi það. Unnur er orðin pirruð. Í huganum semur hún skammaræðu, hún ætlar að segja honum að það sé ekki hennar að gæta barnanna hans í frítímanum sínum. Hún minnir sjálfa sig á að nota ekki frasann „minn tími er jafn dýrmætur og tíminn þinn“, samstarfskona hennar hafði notað hann við einn pabbann í sams konar aðstæðum, hann gat ekki ráðið við drýgindalegt glott sem bærðist á andliti hans, svipurinn sagði: „Veistu hvað ég tek á tímann?“ Konan leit undan, setti hljóða og blússroðnaði. Barnið er bara með pláss til klukkan hálffimm, það er hætt að una sér við að púsla eða lita, vill bara láta halda á sér og horfa út um gluggann. „Nú, fer pabbi alveg að koma,“ segir Unnur með sefandi röddu. Klukkan verður fimm. Hún er orðin tólf mínútur yfir þegar maðurinn kemur hlaupandi, móður og rjóður og kinnum. Vinstri buxnaskálmin girt ofan í sokkinn: „Afsakaðu hvað ég er seinn. Það var bara vitlaust að gera í vinnunni.“ Hann heldur áfram að gera grein fyrir ástæðum sínum en Unnur er hætt að hlusta. Hún veit aldrei hvernig hún á að höndla þessar aðstæður þegar á hólminn er komið, finnst eitthvað vandræðalegt við að fara að gera of mikið mál út af tíu mínútum. Barnið hleypur til pabba síns, sem krýpur og byrjar að klæða það í skóna. Hún áttar sig á því að hann er þagnaður þegar hann lítur biðjandi upp til hennar, væntir viðbragða. Það er erfitt að skamma mann sem er búinn að beygja sig fyrir manni. Hún hugsar sig um, dettur ekkert í hug, segir að endingu þurrlega: „Ég skil.“ Hann grúfir sig aftur yfir fótabúnað barnsins, skjálfhentur. Lítur aftur upp til hennar: „Hérna, varst þú ekki í MR?“ „Jú.“ „Hvaða árgerð ertu aftur?“ „’81.“ „Já, einmitt. Ég er ’78.“ Barnið er komið í skóna, hann smeygir lambhús- hettu yfir höfuðið á því. „Og fórstu bara beint í fóstruna eða leikskólakennarann eins og það heitir víst núna?“ „Nei, ég er bara ófaglærð.“ „Ekkert bara við það. Mér finnst svo frábært þegar fólk ákveður að vinna með börnum.“ Hann rennir úlpu barnsins upp, hvíslar í öðrum tón: „Jæja, ástin mín, þá erum við bara að verða til,“ og heldur svo áfram að tala við Unni: „Þú hefur ekki velt því fyrir þér að halda neitt áfram í skóla? Það gefur manni svo mikið.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.