Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 75
J a x l TMM 2016 · 1 75 „Já, þetta er fínt, bara mjög fínt,“ samsinnti Unnur meðan hún leit í kringum sig. Björg hafði verið í slagtogi með viðburðastjóra hjá útibúi Landsbankans í London en eftir að slitnaði upp úr sambandinu vildi hún ekkert vita af Íslendinga-nýlendunni. En í gegnum þennan aðila hafði hún fengið nokkuð góða íhlaupavinnu hjá veisluþjónustu í dýrari kantinum: „Ég held jafnvel að ég sé búin að koma þér að.“ „Hvernig vinna er þetta?“ „Þetta er nú mest bara að raða á bakka og svo stundum þarf maður að létta eitthvað undir í eldhúsinu, setja í vélar og vaska upp og svona. En þeir eru með topp fagfólk í framreiðslunni.“ „Er þetta erfitt?“ Björg kinkaði kolli: „Ójá.“ Unnur hafði lítinn skilning á því hversu hátt þær klifruðu í samfélagsstig- anum. Þær komu yfirleitt inn bakdyramegin síðdegis og fóru út sömu leið nærri miðnætti. Stundum voru veislurnar haldnar í bönkum eða fjármála- stofnunum og stundum á hótelum. Þær voru neðan þilja, tóku veisluföng upp úr hvítum kössum og röðuðu þeim á bakka, réttu þá þjónum sem hurfu og komu með þá tóma til baka. Svona gat þetta gengið klukkutímum saman uns látunum linnti skyndilega og allt var búið. Þá kom annað holl til að þrífa og ganga frá í eldhúsinu. Eftir fyrstu vaktina var Unnur svo þreytt að sam- felldur sónn söng í eyrunum á henni svo að hún heyrði ekki einu sinni þegar Björg spurði hana hvort þær ættu ekki að koma heim. Hún fann bara þegar Björg smeygði annarri hendinni í lófa hennar og leiddi hana út. Hún mundi ekki eftir sér fyrr en hún vaknaði í rúminu morguninn eftir. Þegar þær voru ekki í vinnu eigruðu þær um garða, sátu á kaffihúsum eða heimsóttu söfn. Á kvöldin fóru þær á pöbba, reyndu stundum að leita uppi staði þar sem heilu fjölskyldurnar komu saman og sátu að sumbli en yfirleitt enduðu þær á hálfgerðum búllum sem krakkar á aldur við þær sjálfar sóttu. Það gerðist aldrei neitt. Í þynnkunni lá Unnur uppi í rúmi og las skáldsögur eða annað sem hún gat ekki leyft sér að eyða tíma sínum í meðan hún var í skólanum. Þegar hún var búin að vera úti í fimm vikur upp á dag varð hún fyrir árásinni. Það var 7. júlí. Þær voru nýkomnar frá Danmörku þar sem þær höfðu verið á tónlistarhátíð. Hún hafði hitt strák en það var saklaust. Eigin- lega ekki neitt. Að minnsta kosti hafði hún gleymt honum að mestu helgina eftir. Og eftir árásina mundi hún ekki neitt. Hugsaði ekki neitt nema ein- hverja formlausa óreiðu sem hún gat ekki komið böndum á. Það var allt flækt í óendanlegum möguleikum tengsla og hugmynda, allt tengdist öllu nema hún sjálf sem var alein eftir í þessu skítuga, ógeðslega herbergi sem hún fór að upplifa sem afturhlutann á heiminum, eitthvað skítugt rassgat sem hún hefði verið lokkuð inn í. Sónn. Hún hugsaði aldrei lengra en þetta. Ekki einu sinni um Björgu sem skildi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.