Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 78

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Qupperneq 78
H a u k u r I n g va r s s o n 78 TMM 2016 · 1 sónn. Unni fer að líða illa, hún sér stöðina sína fram undan, ýtir á bjöllu- hnappinn og reynir að loka tal mannanna úti. Ryðst aftast í vagninn. Heldur niðri í sér andanum og starir á gólfið þangað til hún er komin út. Hún er komin út. Hún getur andað djúpt. Og þá andar hún djúpt. Finnur svalt loftið fylla lungun. Blæs ímyndaðar sápukúlur. Sér fyrir sér bláleitar kúlurnar takast á loft og svífa burtu með vindinum. *** Tannlæknastofan er í Skeifunni en hún veit ekki hvar. Hún gerir sitt besta til að lesa utan á húsin um leið og hún reynir að forðast bíla sem stefna að henni úr öllum mögulegum og ómögulegum áttum. Henni finnst allt látbragð fólksins vera krampakennt og tillitslaust. Hún hrekkur í kút þegar reiður líkamsræktarmaður hleypur hana næstum niður, hún biðst ósjálfrátt afsök- unar en hann grettir sig og steytir framan í hana hnefann. Svo hverfur hann milli kyrrstæðra bíla. Loks kemur hún auga á skilti tannlæknastofunnar, hún er staðsett á efri hæð tveggja hæða húss, á þeirri neðri er kaffihús, gluggarnir eru skyggðir en samt greinir hún fólk inni. Hún getur ekki séð að það tali saman, það bara situr og horfir út í loftið eins og það sé að bíða eftir einhverju. Hverju? Af hverju er fólkið á kaffihúsinu svona rólegt? Hvað er það að gera í Skeifunni svona snemma dags að drekka kaffi? Af hverju er það ekki heima hjá sér? Unnur finnur loks innganginn baka til. Stiginn upp á efri hæðina er teppalagður, hann er blár. Hljóðin undan fótum hennar eru dempuð. Hurðin á tannlæknastofunni er létt. Þar inni er allt slétt. Gráleitur gólfdúkur og hvítmálaðir veggir. Konan í afgreiðslunni er stíf af kurteisi, hlýleg en fjarlæg. Hún spyr Unni hvort hún hafi fastað. „Ég hef ekkert borðað síðan í gær.“ „Flott hjá þér. Viltu skrifa undir hér.“ Unnur ætlar að toga til sín blaðið en konan togar á móti: „Þú þarft ekkert að lesa þetta. Bara formsatriði ef þarf að svæfa þig. Bara svo verði ekki vesen, skilurðu.“ Unnur kann ekki við að vera með neitt múður. Hún krotar nafnið sitt og sest svo niður. Horfir í kringum sig. Á veggjunum hanga myndir af stór- brotnu landslagi. Hún ímyndar sér að þetta sé í Kanada eða Bandaríkjunum. Finnst líklegast að myndirnar hafi fylgt römmunum en hefur ekkert fyrir sér í því. Læknirinn kemur fram í dyrnar á skurðstofunni: „Unnur,“ stutt bros. Hún gengur til hans og hann byrjar formálalaust að segja henni frá aðgerðinni. Hann haldi að ræturnar séu kræktar um kjálkann. Hann ætli að reyna að jugga tönninni úr en ef það gangi ekki þurfi að svæfa hana, skera aðeins til að komast betur að rótunum: „Rót vandans,“ segir hann og brosir. Unnur fær mjög sterkt á tilfinninguna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.