Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 81
J a x l TMM 2016 · 1 81 ekki. Hún lá í hnipri á herbergisgólfinu í London svo vikum skipti. Stytti sér stundir með því að þræða sig eftir æðunum á höndunum með fingrunum. Þær kvísluðust og hrísluðust, það var alveg sama hvaða leið hún valdi, á endanum hurfu þær henni sjónum, leiddu ekkert, sögðu henni ekkert, en færðu henni ró. Ró. Ró. Ró. Ró. Ró. Ró. *** Hún umlar eitthvað en getur ekki hreyft sig. Klemmir saman augun og finnur kalt slef leka niður af hökunni á sér og inn á brjóstið. Munnurinn á henni er fullur af einhverjum hnoðrum og köldum málmi. Hann rekst öðru hvoru utan í framtennurnar á henni, hún finnur varla fyrir snertingunni en greinir hljóðið. Það rjátlar einhvern veginn í tönnunum eða klingir. Svo heyrir hún brest. Viðbjóðslegan smell og brak og veit að þetta voru rætur tannarinnar sem misstu loksins takið. Það er búið að þvinga hana út úr skjóli sínu djúpt innan í þessum blauta helli sem kjafturinn á henni er. Vesalings tönnin mín, hugsar hún. Og finnur tárin renna niður kinnarnar. Læknirinn reynir að ná sambandi við hana með léttri snertingu, pikkar í öxlina á henni og þá opnar hún augun. Og þarna er hún. Tönn innan úr henni sjálfri. Það hangir hold af hennar holdi á rótarendunum. Þetta er hennar blóð og líkami sem er sundurslitinn. „Sjáðu, þetta eru engar smá rætur.“ Hún kinkar kolli. Langar bara til að halda sér saman. Þarf að taka á öllu sínu til að brjótast ekki um meðan hann saumar hana saman. Horfir upp í ljósið og sér skugga ganga til móts við sig. Það er tóm ímyndun en sama. Man. Saman. Sa. Man. Saman. Man. Sa. Og nú vill hún gleyma. Muna að gleyma. Muna. *** Á mánudagsmorguninn stendur hún aftur í fatahenginu. Stór í augum barnanna og í samanburði við litlu fötin þeirra og stólana. Hún tekur á móti þeim. Reynir að veita þeim það öryggi sem hún þráir svo sjálf. Í samverunni sitja þau saman í hring. Ein stúlkan skríður upp í fangið á henni og strýkur henni um vangann. Spyr hvað hafi gerst, hvers vegna kinnin hennar sé svona stór. Og þá fer hún ofan í vasann. Dregur upp tönnina. Sýnir þeim krækta rótarendana sem vildu ekki sleppa. Segir þeim frá því að nú sé tönnin ekki lengur hluti af henni sjálfri en samt ætli hún að passa hana.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.