Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 86
86 TMM 2016 · 1 Sólveig Einarsdóttir Dýrgripir úr djúpi tímans I Á óveðursvetri reyndist vel til fundið að glugga í gömul skjöl, nánast forn- minjar. Á Handritadeild Háskólabókasafns ríkti kyrrð og friður. Á rykugum, fornfálegum kassabotni blöstu við pappírssneplar af ýmsum stærðum og gerðum, hver innan um annan. Innan um kvittanir, boðskort og bréf lá samanbrotið blað, krumpað. Við lesturinn varð að gæta þess að tár hryndu ekki niður á velkt blaðið. Kom í ljós að þetta var ódagsett bréf frá langömmu minni, Maríu Flóventsdóttur (1848–1940), til föður míns, Einars Olgeirssonar, síðar alþingismanns (1902–1993). Sem ungur stúdent, árið 1921, hvarf hann til framandi landa að nema við háskóla. Ekkert bréf hef ég áður fundið frá Maríu í Barði, Akureyri, aðeins póstkort. María var orðlögð fyrir góðar gáfur og þótti mikil sómakona. Þessi óskólagengna alþýðukona var góður hagyrðingur og sóttist til að mynda séra Matthías Jochumsson eftir félagsskap hennar. María ritar: Barði Elsku Einar minn, kær heilsan. Guð gefi þér gott og farsælt sumar. Bestu þökk fyrir bréfið þitt sem mér þótti svo fjarska vænt um. Ég fæ líka að lesa bréf foreldra þinna sem þú sendir þeim, svo ég hef alla æfisögu þína í huganum. Það er að segja meðan þú dvelur þar í Þýskalandi. Enn veistu hvað. Þegar ég frétti að þú værir þangað kominn, þá flaug skáldskapargáfan gegnum hausinn á mér og skildi þessa myndarlegu bögu eftir. Í fjarlægt land þú farinn er, fyrr en nokkurn varði og þar gæfu árnar þér amma þín í Barði. Hún er ekki ómyndarleg sú arna. Jæja, Einar minn. Þú brosir að bulli ömmu og brennir miðann strax svo enginn sjái hann. Fréttir eru öngvar því af okkur er ekkert sögulegt að segja. En það sem við ber í bænum veit ég að foreldrar þínir skrifa þér. En það er svo sáralítið sem við ber. Það er allt að mér finnst í tómri óreiðu með þingi og þjóð og enginn veit hver endir þar á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.