Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Page 88
S ó lv e i g E i n a r s d ó t t i r 88 TMM 2016 · 1 og Júlíus tæpra tveggja ára gamlan. Rúna í Barði vann við skúringar í Gagn- fræðaskólanum, síðar Menntaskólanum á Akureyri. Þann 14. ágúst 1922 varð Einar tvítugur og er Rúnu umhugað um að senda honum einhverja afmælisgjöf af litlum efnum. Bæði María og Solveig, móðir Einars, voru trúaðar konur og kirkjuræknar. Solveig hafði jafnvel látið sig dreyma um að sonur hennar yrði prestur eins og afi hennar séra Páll í Viðvík. Snemma hefur hún orðið að gefa upp þá von. Einar predikaði annan og veigameiri boðskap til fátæks fólks en það að láta sér nægja betri veröld eftir dauðann. „Menn kenna kristnar kreddur en sleppa kjarna kristnidómsins,“ segir Einar í bréfi til föður síns átján ára gamall. María fékk kosningarétt árið 1915 því þá var fellt niður ákvæði um að aðeins þeir sem greiddu a.m.k. fjórar krónur í aukaútsvar árlega, mættu kjósa. Sumarið 1918 varð María sjötug. Dvaldi faðir minn þá við ýmsa vinnu á Akureyri, rétt 16 vetra gamall. Engin von virtist vera til þess að hann gæti stundað frekara nám. Í tilefni sjötugsafmælisins orti séra Matthías Jochums- son til Maríu í Barði og færði skáldið henni sjálfur kvæðið. Síðasta erindið af þremur hljóðar svo: Göfugra en kóngshöll gerist hvert hreysi kærleiksrík kona kyrrlát sem þú. Bóndi þinn, börnin bær vor og hérað þakka nú dáð þína dygðir og trú. Enga konu dáði Einar faðir minn meira en Maríu. Ævilangt bar hann í veski sínu snjáða ljósmynd af henni. Þar stendur amman í bæjardyrum með mjall- hvíta svuntu, skotthúfu á höfði og bros á vör. II Einar snéri heim til Íslands í mars 1924, próflaus og allt fé hans á þrotum. Lifðu Íslendingarnir í Berlín þennan síðasta vetur Einars á kartöflum og skemmdum baunum að sögn. Vann Einar nú almenna verkamannavinnu á Akureyri, m.a. við timburverslun KEA. Þetta sumar voru Einar og Sigríður kynnt hvort fyrir öðru í Vaglaskógi. Varð það ást við fyrstu sýn. Þau trúlofast í ágúst og trúa verðandi tengdaforeldrum hans fyrir leyndarmálinu. Víkur þá sögunni aftur að kassanum fornfálega á Handritadeildinni. Umslag með áletruninni Herra kennari Einar Olgeirsson, Akureyri og tveimur tíu aura frímerkjum vekur athygli. Rithöndin er glæsileg. Þegar umslagið er opnað varlega koma í ljós tvö blöð með sömu listilegu rithendinni:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.