Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Blaðsíða 89
D ý r g r i p i r ú r d j ú p i t í m a n s TMM 2016 · 1 89 Reykjavík 16. nóv. 1924 Kæri vinur. Þegar Sigríður dóttir mín kom heim í haust, færði hún mér þau góðu og gleðilegu tíðindi, að þið hefðuð bundið heit ykkar í milli. Það má því ekki vera minna, en að ég láti í ljósi mína hjartans ánægju yfir þessari ákvörðun ykkar og flytji yður mínar innilegustu hamingjuóskir, þar sem ég er hjartanlega ánægður með hlutskipti dóttur minnar í yðar höndum og þar sem ég er innilega glaður yfir, að hún skuli hafa hlotið jafn einlægan, góðan og vel gefinn dreng og ég veit að þér eruð, og ég á enga einlægari ósk til í eigu minni en þá, að yður iðri aldrei að hafa stigið það spor, er þér nú hafið tekið ákvörðun með í þessum efnum, enda hefi bæði von og traust á því líka að Sigríði takist að gera yður hamingjusaman, þar sem ég veit að traust hennar á yður og ást er óbifanleg. Ég ætla ekkert að fara að skrifa um dóttur mína, hverja kosti hún hefir til að bera – til þess er mér málið of skylt; aðeins vil ég segja það að þér hafið, þar sem hún er, hitt fyrir hreina og óspillta sál, sem sjálfsagt má telja barnslega í ýmsu, en sem ég vona, að eigi fyrir sér að þroskast og fullkomnast í yðar, góðu, mannúðlegu og – að því er ég treysti – umburðarríku höndum. – Ég fullyrði svo ekki frekar um þetta efni. Vænti aðeins þess, að fá frá yður línu við tækifæri, því það væri mér ánægjuefni. Gæti þá svo farið, að eitthvað teygðist frekar úr bréfsefninu, þegar maður færi að kynnast nánar. Kjartan, sonur minn, segir mér, að hann sé að læra þýsku hjá yður. Vona ég, að hann herði sig, því hann þarf sjálfsagt á því máli mikið að halda við það starf, sem hann nú hefir tekið að sér. Að svo mæltu kveð ég yður með óskum alls hins besta og bið guð að blessa yður alla tíma. Yðar hjartanlega einlægur vinur Þorvarður Þorvarðarson. Þorvarður Þorvarðarson (1869–1936) templari, leikhúsmaður og prentari var um margt merkismaður og á skilið að skrifað væri um starf hans og líf. Móðir Sigríðar, Sigríður Jónsdóttir, féll frá árið 1921. Kjartan (1898–1936) var blaðamaður í Reykjavík, ókvæntur og barnlaus. Einar svarar bréfi Þorvarðar og gleður þar með gamla manninn sem svarar strax þann 15. desember 1924 og birtist það í bók minni „Hugsjónaeldur, minningar um Einar Olgeirsson“ bls. 178. Var því einkar ánægjulegt að finna þetta vel orðaða bréf sem gefur enn betri mynd af hlutaðeigendum. Þann 20. september árið 1927 gengu Einar og Sigríður í hjónaband á heimili Þorvarðar Þorvarðarsonar og seinni konu hans, Gróu Bjarnadóttur (1878–1964). Eftir veisluna sigldu ungu hjónin með Dronning Alexandrine til Akureyrar þar sem þau bjuggu næstu árin. Hjónaband foreldra minna stóð í 66 ár og bar þar aldrei skugga á. Rættust þar með óskir Maríu í Barði og Þorvarðar afa míns þeim til handa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.