Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 107
L e i k u r a ð l a u f u m TMM 2016 · 1 107 skólum, sem bar með sér einföldun á ritstíl og orðanotkun nemenda. Í þá veru varð bylting í vali á námsefni til bókmenntakennslu. Eftir að fullvíst varð, að sérhver maður er eyland í þeim skilningi, að hann kemst ekki undan því að túlka fyrir sér hvaðeina á persónulegan máta – hug- myndir sem Thor byggir á allar bækur sínar – þá beindist þróun heimspeki á Vesturlöndum með fyrirferðarmiklum hætti að tungumálum – hvernig beri að nota orð og málsnið svo að nýtist sem best til skilnings og álits. Fagmál urðu undirstaða allrar þekkingar, stærðfræði meðtalin. Gagnrýnin hugsun þróaðist fyrir áhrif frá þessum umskiptum, svo á bókmenntir sem aðrar menntagreinar og þjóðmál. En Íslendingar héldu áfram að treysta á skáldskap sér til sjálfsskilnings. Og guðdómleika tungumáls síns. Thor meðtalinn. Sá sem leitar sjálfs sín skapar sjálfan sig að hluta, ritaði Kant, samkvæmt framansögðu, og innleiddi með þeim ummælum efann í alla vestur-evrópska menningarumræðu. Um hið skapandi innlegg við þekkingarleit vitum við Íslendingar fullvel og þurfum ekki að láta útlendinga segja okkur neitt um það. Höfum löngum álitið eins gott að nota skáldskap til sjálfsþekkingar og á mönnum yfirleitt, og höfum fyrr og síðar tekið hefðbundinni heimspeki með öllum fyrirvara. Hérlendis hefur því enn ekki orðið samskonar umbylting á meðferð ritaðs máls til skáldskapargerðar og meðal nágrannaþjóðanna, sem skýrir skort á þróaðri gagnrýni á Íslandi, jafnt á þjóðmál sem bókmenntir og jafnvel aðrar listir. Engin heimspekihefð var fyrir í landinu á nýlendutíð, og því ekki þróun í líkingu við þá sem af henni hefur leitt meðal grannþjóðanna, sem reyndar hefur margoft verið bent á. Þess vegna hefur heldur ekki þróast í landinu gagnrýnin hefð á eitt né neitt af nokkru viti. Að minni hyggju er ekki ástæða til að kenna Thor eða bækur hans við kaþólskan sið, þótt hann hafi upplifað og skrifað um Suðurgöngur. Bækur hans bera þess ekki merki að hafa verið skrifaðar af kaþólskum manni. Það er á allra vitorði að gangast verður undir valin form, rítúal, til að við hæfi sé að kenna mann við kaþólskan sið, eins og t.d. Eliot gerði. En ekki Thor, eftir því sem næst verður komist. Ef setja á bækur hans í almennt samhengi, utan bókmenntafræða, er næst lagi að tala um vestrænt tilbrigði austur- lenskrar dulhyggju, með tilvísun á framangreint ljóð. Lestur niður í kjölinn er reyndar óþarfur, enda lifir sérhver maður nú, og vafalaust framvegis líka, við klisjur en ekki endanleg sannindi um nokkurn skapaðan hlut. Thor með- talinn. Og það gerir ekkert til. Hitt er víst, að leit Thors að fegurð og vissa hans um tilgang hennar fyrir mannlífið efldist og varð hnitmiðaðri með árum og aldri. Í fegurðinni er hinn kristna guð helst að finna. Og þá að líkindum framar öðru í listum og göfugu mannlífi. Í skáldskap þá ekki síður en við önnur tækifæri mann- legra samskipta, þar sem vænta má fegurðar og jafnvel guðdóms undir einu kenniheiti eða öðru.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.