Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 124

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Side 124
124 TMM 2016 · 1 Gísli Sigurðsson Sturlaður gleðileikur Einar Kárason: Skálmöld, Mál og menn- ing 2014; Óvinafagnaður, Mál og menning 2001; Ofsi, Mál og menning 2008; Skáld, Mál og menning 2012. Einar Kárason hefur staðið upp frá mögnuðu skáldverki um helstu persónur og atburði Sturlungaaldar; eða öllu held- ur staðið upp frá mögnuðu skáldverki um listina að umbreyta atburðum í merkilegar sögur sem hjálpa okkur að skilja heiminn. Fyrst í munnmæli með ótal sjónarhornum og síðar í skipulega ritaða frásögn sem skáldin ein geta reitt fram. Í bókum sínum hefur Einar áður velt fyrir sér hinum langa vegi frá því að eitthvað gerist í raunheimum til þess að einhver segi frá því svo áheyrilegt sé og loks að rithöfundur komi til skjalanna og móti úr slíkum frásögnum heilsteypt skáldverk. Þetta var stefið í Fyrirheitna landinu (1989) sem gerði upp Eyjabóka- bálkinn með þeim hætti að skyndilega stígur þar fram sögumaður og segir sög- una í fyrstu persónu, og ekki síður í stórfjölskyldusögunum Heimskra manna ráðum (1992) og Kvikasilfri (1994) þar sem sögumaðurinn var jafn- framt fjölskyldumeðlimur að reyna að henda reiður á óreiðunni í lífi sinna lit- ríku ættmenna. Í Stormi (2003) beitti Einar sömu aðferð og í fyrstu Sturl- ungubókinni, hinu síkvika og afstæða sjónarhorni margra ólíkra sögumanna sem Faulkner gerði að vörumerki sínu og tengdist hugmyndum síðustu aldar um afstæði allra hluta, líkt og ótal rit- höfundar hafa unnið úr síðan með því að margsegja frá „sömu“ atburðum undir ólíkum sjónarhornum. Í Stormi var ein persóna viðfangsefni frásagna úr öllum áttum, sem ófu þéttan merking- arvef utan um þær efasemdir að yfirleitt væri hægt að höndla sannleikann í sögu. Þessar fyrri bækur eru ekki slæmur undirbúningur fyrir Einar að reyna vaskleik sinna ómældu sagnakrafta við Sturlungu, móður allra ættarsagna og mafíubókmennta; hinn óviðjafnanlega sagnabálk frá þeirri trylltu öld þegar blóðug valdabarátta geisaði í landinu og klíkubandalög leiddu til óhæfuverka þar sem æðsti foringinn, Hákon Noregskon- ungur, krafðist þess að hinn útvaldi maður, Gissur Þorvaldsson, ynni grimmilegt níðingsverk á fyrrum tengdaföður sínum Snorra Sturlusyni – svo Hákon þyrfti ekki að efast um hollustu Gissurar eftir það. Líkt og tíðk- ast enn í inntökuprófum glæpagengja. Bækur Einars komu ekki út í sömu tímaröð og atburðirnir sem þær greina frá. Skálmöld kom út síðast en gerist fyrst og þar skýtur Einar inn athuga- semdum sem eiga við í síðustu bók sagnaflokks en líta einkennilega út þegar bækurnar eru lesnar eftir á í tíma- röð atburða. Í Skálmöld eru lögð drög að því hvernig valdajafnvægi þjóðveldis- ins raskaðist með uppgangi Sturlusona eftir að Snorri komst í innsta mennta- hring yfirstéttar landsins í Odda. Sér- staklega er fylgst með Sighvati bróður hans á Grund í Eyjafirði og ofmetnaði Sturlu sonar Sighvats, sem vill gína yfir öllu landinu frá höfðingjasetri sínu að Sauðafelli í Dölum, studdur af Hákoni D ó m a r u m b æ k u r
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.