Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2016, Síða 128
D ó m a r u m b æ k u r 128 TMM 2016 · 1 flug þegar Sturla lýsir persónu Snorra frænda síns með kostum hans og göllum í Skáldi. Bækur Einars sverja sig líka í ætt við þær fornsögur sem persónurnar skrifa sjálfar að því leyti að lesandinn má skilja að klækjabrögð Sturlungaaldar varpa skæru ljósi á okkar tíma – og rifj- ast þá upp sögur af stjórnmálamönnum sem hafa notað Sturlungu sem handbók í bellibrögðum fram á þennan dag, í bland við Fursta Machiavellis. Um leið skilur Einar þannig við lesendur sína að þeir geta varla annað en tekið fram Sturlungu sjálfa til að komast að því hvernig þetta hafi allt saman verið „í raun og veru“. Þar eru þeir líklegir til langdvala eftir leiðslu Einars – eins og óvenju minnugur Reykvíkingur á síð- ustu öld sem sú saga var sögð um að hefði haft það til marks um elliglöp á sínum efstu árum að það væru bara þó nokkur atriði í Sturlungu sem hann væri ekki lengur alveg klár á. Bækur Einars hafa aukið líkurnar á að slíkum mönnum eigi heldur eftir að fjölga á næstunni. Halldóra Thoroddsen „Skot mín geiga ekki“ Vilborg Dagbjartsdóttir: Ljóðasafn, JPV 2015 Í fyrra kom út ljóðasafn Vilborgar Dag- bjartsdóttur en þá voru liðin fimmtíu og fimm ár frá útkomu hennar fyrstu ljóðabókar. Í fimmtíu og fimm ár hefur hún með brögðum skáldskaparins, trúað okkur fyrir leyndarmálum sínum, sorgum og gleði og gefið okkur hlut- deild í hugsunum sínum um okkur í heiminum. Til þessarar köllunar kom hún vel útbúin, fóstruð af bændaættum sem hafa varðveitt minningar þjóðarinnar mann fram af manni, verklag og vísdóm í áranna rás. Fólki sem var undirgefið árstíðunum, sóldýrkendum sem þreyðu skammdegið við „blaktandi týru í heim- skautanóttinni“ og sinntu samfellunni. Hverju verki var afmörkuð stund sem fylgdi gangi náttúrunnar. Þetta er drjúgt veganesti til að „slöngva þéttriðnu neti upp í dimmblátt himindjúpið“ en að öðru leyti var ekki mulið undir hana Vilborgu. Harður heimur sendi hana í sárum úr foreldrahúsum aðeins ellefu ára gamla og uppfrá því varð hún að sjá fyrir sér sjálf. Engin furða að hún skip- aði sér ung í raðir sósíalista og síðar rauðsokka. Hún er byltingarkona og er alveg til í „að gera uppsteyt á torginu / hneyksla hina rétttrúuðu í samkundu- húsinu / og velta um borðum mangar- anna / í musterisgarðinum.“ Og það er heldur engin furða að hún valdi sér upp- reisnarmann til samfylgdar í lífinu, skáldið og kvikmyndagerðarmanninn Þorgeir Þorgeirson. Iðavellirnir á Vestdalseyri verða tákn fyrir glataða Paradís í ljóðum Vilborgar. Þaðan kemur henni Boggu á Hjalla óbrigðult formskynið, vissan og kjark- urinn til þess að meðtaka það fram- sæknasta í heimi skáldskapar sem sam- tími hennar bauð upp á. Af sjónarhóli hefðarinnar sér hún til allra átta, eins og sannur heimsborgari. Í Vilborgu suðar niður aldanna sem hún framfleytir og lofsyngur í gjör- breyttum nútímalegum hversdegi okkar. Hún helgar hversdaginn í lífi sínu og ljóðum, kaupir rós á Allrasálnamessu og spjallar við granna sinn garðhlyninn dag hvern. Við finnum fyrir sóldýrk- andanum, sem ólst upp við rafmagns-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.