Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 7
S k a u t a f e r ð m e ð s k á l d i TMM 2017 · 1 7 þegar ég var unglingur í tilefni af útkomu á nýju ljóðasafni sem nota átti til kennslu. (Hann var ákaflega stilltur og ég varð hálffeimin við hann). Stefán Hörður Grímsson bjó í öryrkjablokkinni þar sem ég vann við þrif í skólafríi. (Hann gekk á furðulega þykkbotna skóm og keypti Ís-kóla í búðinni á neðstu hæðinni.) Sigfús Daðason var prófdómari einhverju sinni þegar ég þurfti að taka munnlegt próf í frönsku í Háskóla Íslands. (Sagnbeygingarnar runnu upp úr mér við það eitt að verða fyrir íhugulu augnaráði hans.) En sem sagt, mig langaði til að hitta Hannes undir því yfirskini að fá hann til að árita eintakið mitt af Ljóðasafninu. Í raun langaði mig samt aðallega til að sjá hann í návígi. Ég ímyndaði mér hann ákaflega fámálan. Það er svo skáldlegt að þegja. Fremst í Lágt muldur þrumunnar standa fáein orð um Hannes, fæðingarárið, hvað hann hefur gefið út margar bækur og loks: „… bjó lengi í Noregi, býr nú á Akranesi.“ Akranes er iðnaðarbær hinum megin við flóann. Hægt var að taka ferju frá Reykjavíkurhöfn og sigla þangað á klukkutíma. Komutímar í Reykjavíkurhöfn miðuðust við kaffitíma starfs- manna hjá Ríkisskipum. Farþegar gátu gengið óhræddir um bryggjuna því þá voru lyftarakarlarnir í kaffi. Þetta hefði getað verið sáraeinföld ferð. Samt fór ég aldrei. Sjómannsblóðið ristir ekki dýpra í mér en svo að ég get ekki stigið yfir poll án þess að verða sjóveik og svo var ég einfaldlega bara feimin. Hvað átti ég með að fara að trufla svona merkilegan mann? Hvað ímyndaði ég mér að myndi gerast? Að ég fengi almennilegan slurk af skáldamiðinum við að taka í höndina á honum? Að minnsta kosti fór ég aldrei og dag nokkurn í ágúst bárust fréttir af andláti hans. Enn skauta ég samt á eftir Hannesi. Og einn daginn þegar ég var að blaða í bókunum hans rakst ég á Sprek á eldinn frá 1961. Þar er ljóð sem heitir Ætt- jarðarkvæði. Í Höggstað, ljóðabók minni frá árinu 2000, er ljóð sem heitir Ættjarðarljóð. Ekki nóg með að titillinn sé næstum sá sami, heldur er þetta líka fyrsta ljóðið í báðum bókum. Ég fann ýmist til stolts eða botnlausrar skammar við þessa uppgötvun. Á maður ekki að vera meðvitaðri um áhrifa- valda sína en þetta? Svo var ég líka löngu búin að gleyma hvers vegna ég hef aldrei punkta í ljóðunum mínum en sé að þann sið hef ég hirt frá Hannesi. Hver segir líka að ljóðið endi þar sem skáldið segir skilið við það? Það heldur áfram að yrkjast í höfði lesandans rétt eins og ljóðið Til Sunnu konu minnar: … Og verðum ekki framar skilin að: Við erum eitt. Þú lifir í mér. Við líðum enn um þögul svið ótölulegra bústaða okkar og fylgsna Nær fjörutíu ár fylgi ég þér enn! Eins og þú fylgir mér um bleika jörð þar til yfir lýkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.