Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 14
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 14 TMM 2017 · 1 Manstu fyrstu minninguna? Já, ég man fyrstu minninguna og ég er meira að segja búinn að skrifa hana niður, ætla að nota hana seinna í sögu. Viltu þá ekki segja frá henni? Jú, það skal ég gera – ég held ég sé fjögurra og hálfs árs gamall, hún gerist úti í garði – þetta er fyrsta sumarminningin – í Engihlíð tíu þar sem ég ólst upp frá átta mánaða aldri og er að spila fótbolta við pabba. Ég er nýlega búinn að eiga afmæli, klæddur í AC Milan fótboltabúning og glænýja takkaskó og ég er í marki og í æðislegum fötum og útbúnaði og staðan er fjögur fjögur, pabbi er með boltann. Það var svona sterkrauð trégirðing fyrir aftan mig og ég stend sperrtur – hver vöðvi í viðbragðsstöðu – og pabbi kemur hlaupandi nær og nær og ég hugsa: Ég er með þetta. Og ég er með markmannshanska líka sem ég fékk í afmælisgjöf – pabbi kemur nær og nær og NEGLIR! og boltinn þýtur framhjá mér og hæfir girðinguna með ægilegum smelli og ég svona dett niður og fer að hágráta og finn bara hvernig veröldin æpir á mig: Þú átt ekki séns, litli! Og ég tapa. Pabbi þurfti að halda á mér inn, hágrátandi rúst. Ég held að þetta hafi mótað mig allar götur síðan: það er alltaf við ofurefli að etja. Ég er þakklátur pabba fyrir að hafa kennt mér þá lexíu snemma með svo afdráttarlausum hætti. Varstu snemma læs? Lastu mikið þegar þú varst barn? Hver var uppáhalds- bókin? Konan mín var víst byrjuð að lesa þegar hún var þriggja ára og búin að plægja í gegnum Proust og Marguerite Duras og fleiri franska meistara fyrir tíu ára aldur, en ég var rólegri í tíðinni og held að ég hafi bara lært að lesa í skóla. Ég var alltaf meira fyrir að búa sjálfur til sögur í kollinum en að lepja upp sögur annarra og lék mér þá með einhverjar fígúrur – aðalfígúran hét Höndin. Það var sem sagt höndin á mér, sú hægri. (Sverrir lyftir og snýr hendinni.) Hún lenti í ófáum ævintýrum með ýmsum aksjónfígúrum; táningsninj- unum í Turtles, legó-körlum. Ég bjó til sögur og teiknaði en ég var ekki bráðger sem lesandi og las aðallega myndasögur fram eftir aldri, bæði nýjar og gamlar, Tinna og Lukku Láka og Andrés-blöð – það lesefni mótaði mig þegar ég var yngstur. Ég man sterkt eftir að hafa lesið Kapalgátuna eftir Jostein Gaarder, einnig mannætu-nóvelluna hans Edgars Allan Poe, og ég las svo sem margt, man ekki hvað, en ég á alltaf minningu þegar mamma sagði við mig: Þú ert svo klár, Sverrir, þú ættir að lesa meira. Á því tímabili spilaði ég mestmegnis tölvuleiki: Silent Hill, Starcraft, Resident Evil, Halflife, Tekken … Áður spilaði ég Gameboy: Super Mario Bros, Zelda, Tetris. Annars er ég þannig gerður að ég get setið einn í herbergi með ekkert að gera nema
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.