Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 15
M é r þ y k i r m j ö g g a m a n a ð v e r a b a r n
TMM 2017 · 1 15
bara ferðast um kollinn á mér – og mér leiðist aldrei – það er helst að mér
leiðist ef ég er látinn fá afþreyingu sem mér finnst ekki skemmtileg. En viltu
fá uppáhaldsbækur í dag eða sem krakki?
Stundaðirðu bókasöfnin? Manstu eftir bókaverði úr æsku þinni?
Nei, en ég man vel eftir eiganda og afgreiðslumanni sjoppunnar rétt hjá
æskuheimilinu. Hann stofnaði þessa fínu búð, sem var drekkhlaðin sælgæti
og annarri munaðarvöru. Þangað fór ég með vasapeningana. Eftir því sem
árin liðu skrapp hins vegar saman úrvalið í búðinni eftir því sem eigandinn
þandist út. Brátt varð ljóst að eigandinn átti við alvarlegt offituvandamál að
stríða – þá var búðin orðin næstum tóm. Einn daginn var búðinni svo lokað,
ekki veit ég hvað varð um eigandann. Kannski sprakk hann?
Jahérna hér. Manstu fyrstu bíómyndina sem þú sást?
Nei – góð spurning! Það hefur örugglega verið einhver teiknimynd. Ég
ólst upp á tímum þegar mest spennandi myndir í heiminum voru með
Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone – hrikalega vondar myndir,
sem ég mátti ekki horfa á heima og sá því hjá vinum mínum. Einni mynd
man ég samt eftir sem hafði mikil áhrif. Hún er bandarísk og heitir Nýliði
ársins, Rookie of the Year, var sýnd í sjónvarpinu og ég átti hana líka á spólu.
Hún fjallar um strák sem er venjulegur þangað til hann dettur og skekkir á
sér handlegginn og öðlast við það ofurkraft í handlegginn, byrjar að spila
hornabolta – sem ég vissi ekkert um – og getur kastað óvenju fast …
Fórstu oft í bíó?
Ég fór oft í bíó. Þegar ég var lítill var hægt að klippa frímiða úr fylgipésum
með dagblöðunum sem hétu Fókus og Undirtónar. Við vinur minn fórum
vikulega í bíó í eitt ár á þessum úrklippum.
Hvort fannst þér skemmtilegra: bók eða bíó?
Í dag bók af því ég get ekki horft á bíó nema fara í kvikmyndahús – það
þarf manneskju til að slökkva ljósið og læsa dyrunum og segja: Þú verður að
horfa, svo ég fylgist með, athyglisgáfan vaknar ekki öðruvísi. En ég held ég
hafi ekki gert greinarmun á þessu þegar ég var lítill.