Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 27
M é r þ y k i r m j ö g g a m a n a ð v e r a b a r n
TMM 2017 · 1 27
eins og beljandi stórfljót, og sitja starandi á bakkanum, með annaðhvort
falska tilfinningu fyrir því að maður sé sjálfur einhvers konar þátttakandi
eða þá lamaður yfir því hvað maður er smár og áhrifalaus. Við teljum okkur
trú um að upplýsingabyltingin sé einhvers konar framför, en á sama tíma er
erfitt að átta sig á því hvað orðið upplýsingar merkja núorðið, nákvæmlega.
Drifkraftur breytinga í nútímasamfélagi er, að langstærstu leyti, peningar:
þess vegna eigum við nú öll snjallsíma. Ekki vegna æðri hugsjónar um að
upplýsa mannkynið, mennta okkur, heldur er markmiðið bara að fá okkur
til að kaupa söluvörur.
Þetta er líka alveg ný staða í mannkynssögunni: að við eigum öll sama
tækið, framleitt af sama stórfyrirtækinu, og notum öll sömu netsíðuna, sama
forritið. Kannski er tími einstaklingsins að líða undir lok og upp rennur
tími fjöldans: allir rembast við að vera einstaklingar en með sömu aðferð og
eru því allir sami náunginn. Það er skrítið fyrir rithöfund að hugsa sér slíka
stöðu.
Algjörlega.
En peningarnir munu ráða þróuninni. Ef glóbalisminn rústar til dæmis
íslenskri menningu, drepur tungumálið og svo framvegis, þá mun það – held
ég – fyrst og síðast hljótast af peningaástæðum. Ég heyri til dæmis reglulega,
frá tækni- og peningafólki, að íslenskan sé okkur „til trafala“, að það kosti
„of mikið“ að reka þetta litla tungumál. Eins og íslensk tunga sé eins konar
Excel-skjal?
Úff.
Eins og íslenskan sé reikningsdæmi sem þurfi að vera hagkvæmt? Sumir
virðast hafa gleymt því að til eru aðrir mælikvarðar á verðmæti en efnahags-
legir.
Annað sem ég tek einnig eftir er hvernig texti hefur verið gengisfelldur.
Það hvíla ekki alveg sömu töfrarnir yfir Shakespeare þegar maður getur
gúglað verkin, afritað textann og límt og skrumskælt að eigin lyst. Með
öðrum orðum, þá lifum við mjög flogakennda og steikta tíma. Af þeim
sökum er gott að eiga sér pappírstímavél. Stundum held ég til í fortíðinni svo
að dögum skiptir. Það er ofmetið að lifa í núinu. En ég hlakka líka til að sjá
hvað framtíðin ber í skauti sér.
Takk fyrir greinargóð, áhrifarík og hjartastyrkjandi svör.
***
Vinkona mín birtist á veitingahúsinu: Hvað er hér á seyði, er bara verið að
stinga saman nefjum? Fékkstu ímeilið frá mér? Ég er búin að þrífa íbúðina,
það á bara eftir að tæma ísskápinn.