Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 30
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
30 TMM 2017 · 1
kaffihúsum; þar næ ég einbeitingu með því að stengja úti kliðinn. Skapandi
truflun, gætum við kallað það.
Á hvernig tónlist hlustarðu annars þegar þú ert ekki að skrifa?
Malísk tónlist er núna í uppáhaldi. Ég gæti nefnt Talking Heads, elsku
Talking Heads. John Martyn, The Waterboys, Prince, London Calling með
Clash, Exile on Main Street með Stones. Djass: Keith Jarret, Bill Frisell. Nýj-
asta Cohen-platan – og sú síðasta – er frábær. Cindy Lauper. En við gætum
rætt tónlist spes í öðru, og jafnlöngu, viðtali.
Já, þú teiknar – t.d. myndasögur – þú semur tónlist, leikur á gítar og syngur
lög þín. Hvernig orka þessar listgreinar á skáldskapinn?
Ég geri engan greinarmun á þessu öllu, þetta helst allt í hendur. Eða helst í
„hendur“ – kannski mætti frekar segja að skrifin, tónlistin og teikningarnar
séu ólíkir fingur á sömu hendi. Vanti einn fingurinn, minnkar geta handar-
innar.
„Ekkert rímar nema það sem er satt,“ skrifarðu á öðrum stað. Áttu þér list-
rænt manifestó?
Gleðin er aðalvopnið og lögmálið um lágmarksfyrirhöfn. Lögmálið um lág
marks fyrirhöfn gengur út á að færast aldrei svo mikið í fang að þér líði illa
eða missir móðinn, því þá frestarðu að koma hugmyndinni í verk. Einhver
myndi segja að þá læri maður aldrei neitt nýtt en þú staðnar ekki á meðan
þú kemur hlutunum í verk.
Ég væri sem dæmi að skrifa sögu og inn í hana gengi garðyrkjumaður.
Ég frýs og hugsa: Ó en ég veit ekkert um garðyrkju! En ef garðyrkjumaður
gengur inn í sögu eftir mig hlýt ég að vita eitthvað um garðyrkju og það
kemur – ég verð bara að treysta því. Oft skrifa ég um eitthvað sem kemur þó
ég telji mig ekkert um málið vita í fyrstunni. Þess vegna hugsa ég: ég fékk
þessa hugmynd og ég ætla að klára verkið, lögmálið um lágmarksfyrirhöfn
áminnir mig um að hafa bara gaman. Ástæðan fyrir því að ég skrifa sögur er
ekki sú að ég sé yfirburðafróður um garðyrkju heldur einmitt sú að ég kann
að skrifa sögur.
Mér finnst gaman að skrifa og stundum fæ ég á tilfinninguna að ýmsum
öðrum höfundum þyki það leiðinlegt. Ég les oft viðtöl þar sem höfundar
tönnlast á því hvað það sé erfitt að skrifa. Miðað við hvað? Þórbergur Þórðar-
son fullyrti að erfiðara væri að skrifa bók en að reka síldarverksmiðju í átta
ár. En hann hafði enga reynslu af að reka síldarverksmiðju. Það getur verið
erfitt að skrifa bækur en er það ekki gaman?
***