Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 34
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 34 TMM 2017 · 1 Um fegurð tilgangsleysisins og hvað það getur verið gaman að lifa í sam- hengis-, tilgangsleysi og kaosi – eða verðum við að geyma það samtal þar til búið verður að bjarga heiminum? Eða farga heiminum? Þá fáum við okkur kókosolíu-hafragraut með chia- fræjum og hittumst svo í kaffi efst á tindi brunarústanna. Förum yfir stöð- una daginn eftir ragnarök. *** Það verður nú eitthvað. Ertu hugrakkur? Ég get verið hugrakkur. Fólk hefur oft sagt mér að ég sé hugrakkur af því það krefjist hugrekkis að standa frammi fyrir fólki, tala, lesa upp úr bók og flytja tónlist – sjálfum finnst mér það auðvelt. Það krefst líka hugrekkis að lesa bækur eftir aðra. Þannig hugrekki kann ég að meta. Að vera hugrakkur andlega frekar en líkamlega. Og kannski er það eina sanna hugrekkið: sú dirfska sem sprettur af ást. Það krefst líka hugrekkis að eignast barn. Úff, já. Ertu ævintýragjarn, nýjungagjarn? Í sköpun já, en það þarf oft að ýta mér út í ævintýri í ytri heiminum – þau kynda undir hugmyndina – gömlu klisjuna frá Flaubert – að ef þú ert agaður í einkalífinu verður þú villtari í sköpunarstarfinu. Líf mitt var kaótískt og klikkað á tímabili en eftir að ég fór að vakna snemma og róast þá er ég miklu kreatívari. Ég er ævintýragjarn þannig. Já, maður hefur heyrt að ytri agi valdi innri frjósemi en líka af mörgum afkastamiklum rithöfundum sem hafa allt í drasli, eru ógreiddir, mála sig á augabragði áður en einhver bankar upp á með myndavél. Þetta eru höf- undar sem komast varla í bað fyrir hugmyndum, eiga ilmvötn, ketti, eru með söfnunaráráttu … Ertu kvöldsvæfur, næturhrafn? Ég er næturhani og morgunhrafn. Og mér finnst gott að sofa – láta mig dreyma. Helst á öllum tímum sólarhringsins. Þú hefur líka búið í London og París. Hvað er langt síðan þú bjóst á Íslandi? Sex, sjö ár, en ég hef dvalið á Íslandi heil sumur að vinna. Síðan ég var tutt- ugu og fjögurra hef ég verið úti og með annan fótinn heima. Hvar annars staðar vildirðu búa? Sveit, staður, borg? Mér finnst erfitt að segja að ég búi á einum ákveðnum stað. Ég myndi vilja búa aftur í París, í Reykjavík, jafnvel í Berlín, ég er dálítil borgarmanneskja. Mér finnst gott að vera í sveit en ég gæti ekki búið í sveit nema í takmarkaðan tíma. Þegar maður er að skrifa býr maður þar í hausnum á sér.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.