Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 37
M é r þ y k i r m j ö g g a m a n a ð v e r a b a r n TMM 2017 · 1 37 Hvað er það dýrmætasta sem þú átt? Lífið og líf fólksins í kringum mig – en ég á náttúrulega ekki lífið. Mér þykir líka vænt um hárið á mér. Hver er mesta ást lífs þíns? Ást er held ég, í kjarnann, lífsgleði. Og hún flæðir óhindrað úr einu í annað: Þetta er allt sama ástin. Hvað líturðu á sem hina mestu eymd? Kvikmyndina La La Land með Ryan Gosling. *** Er öðruvísi að vera rithöfundur af kvenkyni en af karlkyni? Hver er munur á stöðu karl- og kvenhöfunda? Já, það er sjálfsagt miklu erfiðara að vera kvenhöfundur en líka mun áhuga verðara. Annað dæmi: Í Bandaríkjunum er erfiðara að vera svartur höf undur en líka auðveldara af því þú hefur svo margt um að fjalla. Ef verið var að veita verðlaun hér fyrir tuttugu árum var mjög ólíklegt að svartur höf- undur fengi þau en nú heyrir til undantekninga að svartur höfundur sé ekki tilnefndur og fái þau ekki. Að mörgu leyti er ég bæði karl- og kvenhöfundur – mér líður þannig. Í öllum listamönnum er bæði karl og kona og karlar breiða stundum yfir það með áhuga á byssum og drykkju – sá áhugi stafar af óöryggi. Eftirlætis-tón- listarmenn á borð við Prince og Bowie hafa gert margt til að má út þessi ströngu og stífu skil milli kynjanna. En karlkyns höfundur þarf að gæta sín þegar hann spyr: Af hverju er verið að draga mig í dilka með karlkyns höfundum sem mér þykja jafnvel sjálfum- glaðir og belgingslegir og þreytandi? Stundum les ég eitthvað eftir konur og hugsa: já, þetta er óréttlátt, og mér finnst ég tilheyra þeirra hópi. Ég er hvítur karl og tilheyri forréttindahópi – en mér líður ekki þannig. Eitt af handritunum sem ég á óbirt heitir Þegar ég var lítil stelpa. Mm, hefurðu orðið var við að hægst hafi á endurnýjuninni í rithöfunda- stéttinni á Íslandi? Geturðu ímyndað þér hvað valdi? Já, ef ég á að svara spurningunni sem ungur höfundur, þá fær maður stundum á tilfinninguna að hálfpartinn sé reynt að sporna við endurnýjun í bókmenntunum. Sjálfur er ég heppinn: ég er á forlagi og mér gengur vel en ég veit um marga sem fá á tilfinninguna að íslenskar bókmenntir séu einka- klúbbur eldra fólks. Annars erum við óðum að klúðra þessu, sem þjóð, nema eitthvað mikið verði að gert; bókmenntaumfjöllun er til dæmis að lognast út af.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.