Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 37
M é r þ y k i r m j ö g g a m a n a ð v e r a b a r n
TMM 2017 · 1 37
Hvað er það dýrmætasta sem þú átt?
Lífið og líf fólksins í kringum mig – en ég á náttúrulega ekki lífið. Mér
þykir líka vænt um hárið á mér.
Hver er mesta ást lífs þíns?
Ást er held ég, í kjarnann, lífsgleði. Og hún flæðir óhindrað úr einu í
annað: Þetta er allt sama ástin.
Hvað líturðu á sem hina mestu eymd?
Kvikmyndina La La Land með Ryan Gosling.
***
Er öðruvísi að vera rithöfundur af kvenkyni en af karlkyni? Hver er munur
á stöðu karl- og kvenhöfunda?
Já, það er sjálfsagt miklu erfiðara að vera kvenhöfundur en líka mun
áhuga verðara. Annað dæmi: Í Bandaríkjunum er erfiðara að vera svartur
höf undur en líka auðveldara af því þú hefur svo margt um að fjalla. Ef verið
var að veita verðlaun hér fyrir tuttugu árum var mjög ólíklegt að svartur höf-
undur fengi þau en nú heyrir til undantekninga að svartur höfundur sé ekki
tilnefndur og fái þau ekki.
Að mörgu leyti er ég bæði karl- og kvenhöfundur – mér líður þannig. Í
öllum listamönnum er bæði karl og kona og karlar breiða stundum yfir það
með áhuga á byssum og drykkju – sá áhugi stafar af óöryggi. Eftirlætis-tón-
listarmenn á borð við Prince og Bowie hafa gert margt til að má út þessi
ströngu og stífu skil milli kynjanna.
En karlkyns höfundur þarf að gæta sín þegar hann spyr: Af hverju er verið
að draga mig í dilka með karlkyns höfundum sem mér þykja jafnvel sjálfum-
glaðir og belgingslegir og þreytandi?
Stundum les ég eitthvað eftir konur og hugsa: já, þetta er óréttlátt, og mér
finnst ég tilheyra þeirra hópi. Ég er hvítur karl og tilheyri forréttindahópi –
en mér líður ekki þannig. Eitt af handritunum sem ég á óbirt heitir Þegar ég
var lítil stelpa.
Mm, hefurðu orðið var við að hægst hafi á endurnýjuninni í rithöfunda-
stéttinni á Íslandi? Geturðu ímyndað þér hvað valdi?
Já, ef ég á að svara spurningunni sem ungur höfundur, þá fær maður
stundum á tilfinninguna að hálfpartinn sé reynt að sporna við endurnýjun
í bókmenntunum. Sjálfur er ég heppinn: ég er á forlagi og mér gengur vel en
ég veit um marga sem fá á tilfinninguna að íslenskar bókmenntir séu einka-
klúbbur eldra fólks. Annars erum við óðum að klúðra þessu, sem þjóð, nema
eitthvað mikið verði að gert; bókmenntaumfjöllun er til dæmis að lognast
út af.