Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 47
B a r n a l æ t i TMM 2017 · 1 47 þvers og kruss um göngustíginn og kallaði „Passaðu þig! Passaðu þig!“ Ég hló þar til mig verkjaði í magann og andlitsvöðvana, ríghélt með hvítum hnúum í barminn og varð aum í rassinum af öllu skröltinu. Ég reyndi að standa upp þegar við komum að göngubrúnni yfir Reykjanesbrautina af því það var svo bratt upp en hann sagði: „Nei, sittu. Þetta er allt í lagi,“ og við hægðum alveg á okkur á meðan hann stritaði við að ýta mér upp brattann. Brúin lá í boga yfir veginn og hinum megin rann göngustígurinn niður á við í langa og aflíðandi brekku. Ég fann fyrir fiðringi í maganum við það að hugsa um niðurleiðina en á miðri brúnni staðnæmdist hann. Handriðið borgarmegin var hátt járngrindverk með svo þéttum rimlum að ekki einu sinni smábarn hefði getað komið hausnum þar á milli, en hinum megin var handriðið gegnheill steinveggur. Ofan á veggnum lá gulbröndóttur köttur og flatmagaði með lokuð augun í kvöldsólinni sem skein í gegnum feldinn og á hvert einasta veiðihár svo að það var eins og yfir honum lægi glóandi geislaslikja. Nýi vinur minn sleppti takinu á handföngunum og gekk að kettinum. Hreyfði sig varlega og rétti fram hönd til að bjóða kisa að þefa af sér. Ég hélt niðri í mér andanum. Gat ekki hreyft mig né gefið frá mér orð, eins og í dáleiðslu. Hávaðinn í bílunum sem þeystust sinnulausir framhjá fyrir neðan okkur drekkti öllu hljóði. Kötturinn lyfti höfðinu og ég sá að hann var ólarlaus en hann var of feitur og gæfur til að geta verið villiköttur. Hann teygði letilega út eina loppu svo að klærnar sáust og loppan leit í eitt augna- blik út eins og agnarsmá og loðin barnshönd með sundurglennta fingur, dró hana svo til baka og geispaði svo að skein í hvítar og hvassar tennur í bleiku munnholdinu. Augun voru eins á litinn og þykkt hunang, eins og sólin skini í gegnum höfuðkúpuna og lýsti þau upp. Kisi nuddaði hausnum að handar- bakinu og þó að ég heyrði ekki neitt vissi ég að hann var að mala. Vinur minn sneri baki í mig og ég gat ekki séð framan í hann. Mér fannst eins og ég gæti sjálf fundið fyrir heitum feldinum á milli fingranna minna. Jafn alúð- lega og áður ýtti hann kettinum fram af. Kötturinn reyndi að grípa í brúnina en náði því ekki og hvarf. Hann var strax kominn með hendurnar flatar ofan á vegginn og fæturna frá jörðu til að sjá. Hann hékk þarna á veggnum eins og hann væri að hífa sig upp úr sundlaug. Fyrir ofan okkur voru tvö lítil ský sitt hvorum megin við öróttan þotureyk sem klauf himininn í tvennt. Eitt augnablik hægðist aðeins á umferðinni á veginum og ég heyrði eins og úr fjarska ámátlegt og kvalið mjálm sem nísti inn að beini, svo lagðist umferðarniðurinn yfir allt. Hann lét sig síga aftur niður og kom til mín. „Hún náði að komast í burtu,“ sagði hann á bak við mig og tók um hjól- böruhandföngin. „Lenti á fótunum. Ég held hún sé mjaðmabrotin.“ Það tók mig smá stund að átta mig á að hann var að tala um köttinn. Þetta var þá læða. Ég þekkti ekki muninn en hann hafði séð það strax. Eftir hávaðann á göngubrúnni var þögnin alger. Ég heyrði hvernig brakaði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.