Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 52

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 52
E i r í k u r Ö r n N o r ð d a h l 52 TMM 2017 · 1 Þú ert frjó og þér stendur ekki lengur á sama. Þú ert frjó og barnlaus og þín bíður enginn. Þú ert frjó og byltingin bíður. En enginn annar. Þú ert frjó og flegin; ekkert nema blóðkögglar og beinagrind og rifnir vöðvar, þú ert frjó og heldur augunum uppi í tóftum sínum með berum, köldum horblautum kjúkunum, þú ert frjó og dregur skorpna þarmana á eftir þér einsog brúðarslör; þú ert frjó og þanin og bólgin, búið að kítta upp í götin, stinga á kýlin, drena þau og sjóða gröftinn niður í næturkrem fyrir heldri manna húsfreyjur. En þú ert allavega frjó og þú ert fótógenísk. Þú ert barn og þú ert frjó, gamalmenni og þú ert frjó, ferð í gröfina frjórri og rotnar ekki heldur öðlast eilífa húð, eilífar tennur og beinabyggingu þinnar innri gyðju; þú ert frjó í yfirstærð og undirfötum, frjó að ofan upp undir brjóst og frjó að neðan niður að hnjám, ekki bara andlit heldur líka ílát, ekki bara leikfang heldur líka dekurdós. Þú ert frjó og knésetur sykurþarfir, drottnar yfir hvítu hveiti, tortímir kol- vetnum og étur hreina lífrænt ræktaða appelsínuhúð í morgunverð; þú ert frjórri á fjórum fótum fyrir tilstuðlan smáskammtalækninga, heilbrigðrar sjálfsmyndar og fylgjenda þinna á Snapchat, frjórri á bakinu fyrir tilstuðlan grindarbotnsæfinga og barneigna (endurtakist eftir þörfum), frjórri emjandi reyrð í flesk í smjörbaði með kóríander, fjölónæman lekanda, stút á vörum, hvítlauki, klíníska sjálfsdýrkun og kínverskum pipar. Þrýstin stendur frjó á höndum svo holdið drúpir niður fyrir axlir; þú ert frjó í hnjánum, frjó á tánum, frjó í lófunum, geislar af móðurlífi, móð og lúin með rauðsprungin augu sem troða sig tvíhent út af hráfæði, sinaberu og blóðugu kjöti og gullfiskum á beininu beint úr búrinu, samansúrruðum meyjarhöftum hinna margnýttu sem sprauta hreinni kviðfitu í rjóð brjóstin, fairtrade tíðablóði í baugana og tóna mikilfenglega magavöðvana við spegil- inn, tala við spegilinn með grenjuröddinni sinni. Þú ert frjó, segja þau. Guð hvað þú ert frjó, segja þau. Ótrúlegt, segja þau, þú ert svo frjó. Þú verður áreiðanlega bráðum aftur frjó, segja þau. Ekki hafa áhyggjur af þessu, það stendur öllum á sama. Ef maður talaði við aðra einsog maður talar við sjálfan sig ætti maður fljótt enga vini. Með fitusmurðan gæsagogg á vörunum, beinhvíta þvottaklemmu á nefinu og djúpt bleikdröfnótt hrúður upp eftir lærunum; þú mátt skilja hattinn eftir á höfðinu, mátt skilja and- litið eftir á feisinu, fara með linsurnar í sund, stappa fylgjunni saman við plokkfiskinn og gefa brjóst í gufubaðinu. Í guðanna bænum. Lykilorðið er WeLoveBoobsAndBabies69. Þú ert frjó og sterk, með fætur einsog flóðhestur. Þú ert frjó og fögur, með andlit einsog granítharður gillzlimur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.