Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 54
E i r í k u r Ö r n N o r ð d a h l
54 TMM 2017 · 1
Málmleitarhliðin eru þröng einsog pírð augu Tólfunnar í sólinni eru
þröng og þau mæna á litla bláleita kalla í boltaleik.
Sagan er skrifuð af fjárfestum, bjúrókrötum og óligörkum í of litlum liðs-
treyjum.
Sagan er skrifuð af upplitsdjörfum manni með markmannshanska, skrifuð
í jarðveginn með lítið notuðum takkaskóm, skrifuð í samskeyti óskhyggju
og drauma.
Það er lykilatriði að fá miða á leikinn eða smygla sér inn og muna svo
að skrifa söguna þegar maður kemur heim, það er lykilatriði að rita hana á
bókfell og rista hana í dagbækur í fánalitunum, skila dagbókunum á lands-
bókasafnið og drepast.
Ekkert getur varað að eilífu en sagan varir að eilífu, einsog ástin, einsog
föðurlandið, einsog byrjunarliðið.
Það sem ég vildi sagt hafa: Lögin, tempó, stöngin, tempó, vítin, tempó,
Brexit, tempó, börnin sem sauma boltana og blóðugir fingur þeirra. Icesave.
Tempó. Ég finn að ég er að missa tökin. Finn að við erum að missa tökin.
Koma svo.
Tempó.
Einbeita sér.
Leikurinn er annaðhvort við það að vinnast eða hálfnast.
Við megum ekki við því að missa niður stemninguna, missa niður
tempóið.
Tempó.
Allir sem eru ekki inni á vellinum eru tólfti maðurinn nema Eiður, sem
er á bekknum.
Tempó.
Vonbrigðin eru til að fagna þeim. Vonbrigðin eru til að læra af þeim. Von-
brigðin eru til að stía okkur í sundur, einsog ástin. Íslendingar, einsog ástin,
eru gerðir til að sigrast á sjálfum sér; fósturjörðin, einsog ástin, til að sigrast
á sjálfri sér; allt er þetta gert til að sigrast á sjálfu sér, til að knýja sig í duftið
við dynjandi undirleik stuðningsmanna, flugeldasýningar og hvatningaróp
frá furðu vilhöllum dómara.
Niðurlægingin er alger og sigurvíman deyfandi.
Niðurlægingin mun gera þig frjálsan og sigurvímunni fylgja niðurtúrar,
bugun og uppgjöf.
Niðurlægingin er sigurvegaranna, bræðin, heiftin og vonbrigðin eru
sigurvegaranna; sigurvíman er kaos, hubris og joie de vivre. Ég meina Welt-
schmerz. Ég meina sisu. Walking Spanish.
Við erum áreiðanlega búin að tapa hvort eð er.
Boltaleikir eru fyrir börn, einsog ástin, boltaleikir eru til að kynda þjóðar-
stoltið, reisnina, tignina, einsog ástin, til að styrkja sjálfsmynd barna.
Boltaleikir eru uppfyllingarefni, eitthvað til að brúa bilið milli auglýsinga.
Boltaleikir eru ópíum atvinnuveganna, kurrið í kólíbrífuglum, frístunda-