Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 62
F l a n n e r y O ’ C o n n o r 62 TMM 2017 · 1 „Þetta var svíta á hótelinu og ég var þarna líka, pápi,“ sagði Sally Poker og blikkaði gestina. „Þú varst ekki einn á herbergi á hótelinu með neinni stúlku.“ „Hefði svo verið, þá hefði ég kunnað handtökin,“ skaut gamli hershöfð- inginn að með hvössum svip og gestirnir orguðu af hlátri. „Þetta var Hollí- wúddstelpa frá Kaliforníu,“ bætti hann við. „Hún var frá Hollíwúdd, Kali- forníu, en lék ekki í myndinni. Þeir hafa nóg að fallegum stelpum þarna vesturfrá sem þeir þurfa ekkert á að halda og þeir kalla þær ‚aukaleikara’ og geta ekki notað þær í neitt nema að fara með sendingar til fólks og láta taka af sér myndir. Þeir tóku mynd af mér með stelpunni. Nei, þær voru tvær, stelpurnar. Ein á hvora hönd og ég í miðjunni og hélt um mittið á þeim báðum og mittin á þeim voru mjórri en smámynt.“ Sally Poker greip aftur frammí. „Það var herra Govisky sem gaf þér ein- kennisbúninginn, pápi, og hann gaf mér dýrindis blómaskraut. Þið hefðuð átt að sjá það. Það var gert úr krónublöðum jómfrúarlilju sem búið var að taka í sundur og gylla og setja saman aftur þannig að það leit út eins og rós. Það var dýrðlegt. Þið hefðuð átt að sjá það, það var …“ „Það var eins stórt og hausinn á henni,“ hreytti hershöfðinginn út úr sér. „Ég skal segja ykkur það. Þeir gáfu mér þennan einkennisbúning og þeir gáfu mér þetta sverð og þeir sögðu: „Jæja, hershöfðingi, við viljum ekki að þú lýsir stríði á hendur okkur. Við viljum bara að þú marsérir beint upp á sviðið þegar þú verður kynntur í kvöld og svarir nokkrum spurningum. Heldurðu að þú getir það?“ „Hvort ég get!“ sagði ég, „heyriði mig. Ég var farinn að gera ýmislegt áður en þið fæddust,“ og þeir skellihlógu.“ „Hann sló í gegn,“ sagði Sally Poker, en hún hafði litla löngun til að rifja upp frumsýninguna vegna atviksins með fæturna á henni. Hún hafði keypt sér nýjan kjól af þessu tilefni – síðan kvöldkjól úr svörtu krepi með belti úr gervidemöntum og bólerójakka – og silfurlita spariskó í stíl, af því að hún átti að fara með honum upp á sviðið til að koma í veg fyrir að hann dytti. Það var búið að sjá um allt fyrir þau. Tíu mínútur yfir átta kom alvöru limmósína og ók þeim í leikhúsið. Hún keyrði undir skyggnið á fordyrinu á hárréttum tíma, til að ná í stórstjörnurnar, leikstjórann og höfundinn og fylkisstjórann og borgarstjórann og nokkrar minniháttar stjörnur. Lögreglan kom í veg fyrir umferðaröngþveiti og það voru settir upp kaðlar til að halda fólkinu, sem fékk ekki að taka þátt, í skefjum. Fólkið, sem fékk ekki að taka þátt, horfði á þau stíga út úr limmósínunni og ganga inn í ljósadýrðina. Síðan gengu þau inn í rauðmálað og gyllt anddyrið og sætavísa, með Suðurríkja- derhúfu og í stuttu pilsi, fylgdi þeim í sérstök sæti. Áhorfendur voru þegar mættir og meðlimir Suðurríkjadætra byrjuðu að klappa þegar þær sáu hers- höfðingjann í einkennisbúningnum og þá byrjuðu allir að klappa. Fáeinir aðrir frægir komu á eftir þeim og síðan var dyrunum lokað og ljósin slökkt. Ungur maður með ljóst liðað hár, sem sagðist vera fulltrúi kvikmynda- iðnaðarins, steig fram og byrjaði að kynna alla og allir sem voru kynntir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.