Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 62
F l a n n e r y O ’ C o n n o r
62 TMM 2017 · 1
„Þetta var svíta á hótelinu og ég var þarna líka, pápi,“ sagði Sally Poker
og blikkaði gestina. „Þú varst ekki einn á herbergi á hótelinu með neinni
stúlku.“
„Hefði svo verið, þá hefði ég kunnað handtökin,“ skaut gamli hershöfð-
inginn að með hvössum svip og gestirnir orguðu af hlátri. „Þetta var Hollí-
wúddstelpa frá Kaliforníu,“ bætti hann við. „Hún var frá Hollíwúdd, Kali-
forníu, en lék ekki í myndinni. Þeir hafa nóg að fallegum stelpum þarna
vesturfrá sem þeir þurfa ekkert á að halda og þeir kalla þær ‚aukaleikara’
og geta ekki notað þær í neitt nema að fara með sendingar til fólks og láta
taka af sér myndir. Þeir tóku mynd af mér með stelpunni. Nei, þær voru
tvær, stelpurnar. Ein á hvora hönd og ég í miðjunni og hélt um mittið á þeim
báðum og mittin á þeim voru mjórri en smámynt.“
Sally Poker greip aftur frammí. „Það var herra Govisky sem gaf þér ein-
kennisbúninginn, pápi, og hann gaf mér dýrindis blómaskraut. Þið hefðuð
átt að sjá það. Það var gert úr krónublöðum jómfrúarlilju sem búið var að
taka í sundur og gylla og setja saman aftur þannig að það leit út eins og rós.
Það var dýrðlegt. Þið hefðuð átt að sjá það, það var …“
„Það var eins stórt og hausinn á henni,“ hreytti hershöfðinginn út úr sér.
„Ég skal segja ykkur það. Þeir gáfu mér þennan einkennisbúning og þeir
gáfu mér þetta sverð og þeir sögðu: „Jæja, hershöfðingi, við viljum ekki að þú
lýsir stríði á hendur okkur. Við viljum bara að þú marsérir beint upp á sviðið
þegar þú verður kynntur í kvöld og svarir nokkrum spurningum. Heldurðu
að þú getir það?“ „Hvort ég get!“ sagði ég, „heyriði mig. Ég var farinn að gera
ýmislegt áður en þið fæddust,“ og þeir skellihlógu.“
„Hann sló í gegn,“ sagði Sally Poker, en hún hafði litla löngun til að rifja
upp frumsýninguna vegna atviksins með fæturna á henni. Hún hafði keypt
sér nýjan kjól af þessu tilefni – síðan kvöldkjól úr svörtu krepi með belti úr
gervidemöntum og bólerójakka – og silfurlita spariskó í stíl, af því að hún
átti að fara með honum upp á sviðið til að koma í veg fyrir að hann dytti. Það
var búið að sjá um allt fyrir þau. Tíu mínútur yfir átta kom alvöru limmósína
og ók þeim í leikhúsið. Hún keyrði undir skyggnið á fordyrinu á hárréttum
tíma, til að ná í stórstjörnurnar, leikstjórann og höfundinn og fylkisstjórann
og borgarstjórann og nokkrar minniháttar stjörnur. Lögreglan kom í veg
fyrir umferðaröngþveiti og það voru settir upp kaðlar til að halda fólkinu,
sem fékk ekki að taka þátt, í skefjum. Fólkið, sem fékk ekki að taka þátt,
horfði á þau stíga út úr limmósínunni og ganga inn í ljósadýrðina. Síðan
gengu þau inn í rauðmálað og gyllt anddyrið og sætavísa, með Suðurríkja-
derhúfu og í stuttu pilsi, fylgdi þeim í sérstök sæti. Áhorfendur voru þegar
mættir og meðlimir Suðurríkjadætra byrjuðu að klappa þegar þær sáu hers-
höfðingjann í einkennisbúningnum og þá byrjuðu allir að klappa. Fáeinir
aðrir frægir komu á eftir þeim og síðan var dyrunum lokað og ljósin slökkt.
Ungur maður með ljóst liðað hár, sem sagðist vera fulltrúi kvikmynda-
iðnaðarins, steig fram og byrjaði að kynna alla og allir sem voru kynntir