Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 63

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 63
S í ð b ú i n n f u n d u r f j a n d v i n a TMM 2017 · 1 63 gengu upp á sviðið og sögðu frá því hversu glaðir þeir væru að fá að vera viðstaddir þennan stórkostlega viðburð. Hershöfðinginn og sonardóttir hans voru þau sextándu í röðinni sem voru kynnt. Hann var kynntur sem Tennessee Flintrock Sash, hershöfðingi í liði Suðurríkjahersins, þótt Sally Poker hefði sagt herra Govisky að hann héti George Poker Sash og að hann hefði aðeins verið undirofursti. Hún hjálpaði honum á fætur en var með svo mikinn hjartslátt að hún var ekki viss um að hún myndi sjálf ráða við þetta. Gamli maðurinn gekk hægt eftir ganginum, bar höfuð sitt hátt og kröftug- lega og hélt hattinum að hjartastað. Hljómsveitin byrjaði að leika hergöngu- sálm Suðurríkjanna, mjög mjúklega, og Suðurríkjadætur risu á fætur og settust ekki aftur fyrr en hershöfðinginn var kominn upp á sviðið. Þegar hann var kominn inn að miðju sviðsins með Sally Poker, sem hélt um oln- boga hans, fyrir aftan sig gaf hljómsveitin allt í botn og lék hergöngusálminn af krafti og gamli maðurinn, sem hafði sterka nærveru á sviðinu, heilsaði skjálfhentur en ákveðið að hermannasið og stóð kyrr í sömu sporum þar til síðasta rokan dó út. Tvær sætavísur, með Suðurríkjaderhúfur og í stuttum pilsum, héldu fánum Sambandsríkjanna og Suðurríkjanna í kross á bak við þau. Hershöfðinginn stóð nákvæmlega í miðju sviðsljóssins sem náði einnig að lýsa upp furðulega bogadregna sneið af Sally Poker – af blómaskrautinu, gervi-demantabeltinu og hendi sem var kreppt utan um hvítan hanska og vasaklút. Ungi maðurinn með ljósa liðaða hárið steig inn í sviðsljósið og sagðist vera sérstaklega glaður yfir því að hafa hér viðstaddan þennan stór- kostlega viðburð, mann sem hafði barist og særst í bardögunum sem þau myndu fljótlega fá að sjá endurskapaða á djarflegan hátt á hvíta tjaldinu. „Segðu mér, hershöfðingi,“ spurði hann, „hvað ertu gamall?“ „Níííííjutííííju og tveggja!“ hrópaði hershöfðinginn. Af svip unga mannsins mátti ráða að þetta var það allra merkilegasta sem hann hafði heyrt þá um kvöldið. „Dömur mínar og herrar,“ sagði hann, „við skulum klappa kröftuglega fyrir hershöfðingjanum!“ og samstundis dundi lófatakið yfir og ungi maðurinn gaf Sally Poker merki, með þumlinum, um að hún ætti að leiða gamla manninn aftur í sæti sitt svo hægt væri að kynna þann næsta. En hershöfðinginn hafði ekki lokið sér af. Hann stóð óhaggan- legur í miðju sviðsljósinu, skaut hálsinum fram, með hálfopinn munn og hin óseðjandi gráu augu hans gleyptu í sig dýrðina og fagnaðarlætin. Hann ýtti sonardóttur sinni frá með olnboganum. „Viljiði vita hvernig ég held mér svona ungum?“ hrópaði hann. „Með því að kyssa allar fallegu stelpurnar!“ Þessu var svarað með gríðarlegum fagnaðarlátum og það var einmitt á því augnabliki sem Sally Poker varð litið niður á fætur sér og uppgötvaði að í öllum asanum sem fylgdi því að hafa sig til hafði hún gleymt að skipta um skó: þykku, brúnu, flatbotna leðurskórnir stungust undan faldinum á kjólnum. Hún togaði harkalega í hershöfðingjann og hraðaði sér með hann niður af sviðinu. Hann varð bálreiður yfir því að fá ekki að lýsa ánægju sinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.