Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 65
S í ð b ú i n n f u n d u r f j a n d v i n a TMM 2017 · 1 65 hershöfðingjanum með Sally Poker við aðra hlið sér og John Wesley á hina. Hershöfðingjanum, sem hafði áður látið taka mynd af sér með fallegum stúlkum, fannst ekki mikið til koma. Hann var búinn að gleyma hvers konar viðburður þetta væri nákvæmlega sem hann átti að vera viðstaddur en hann mundi að hann átti að vera í einkennisbúningum sínum og halda á sverðinu. Að morgni útskriftarinnar þurfti Sally Poker að stilla sér upp í fylkingu háskólans meðal þeirra sem höfðu lokið B.S. gráðu í grunnskólakennslu og gat því ekki séð um það sjálf að koma honum á sviðið – en John Wesley, feit- laginn ljóshærður tíu ára gamall drengur, sór og sárt við lagði að hann myndi sjá um allt. Hún brá sér sem snöggvast aftur á hótelið í útskriftarskikkjunni og klæddi gamla manninn í einkennisbúninginn. Hann var brothættur eins og þurrkuð köngurló. „Ertu ekki spenntur, pápi?“ spurði hún. „Ég er að far- ast úr spenningi!“ „Láttu sverðið í kjöltuna á mér, andskotinn hafi það!“ sagði gamli maður- inn, „þar mun það ljóma.“ Hún lagði það þar, steig skref til baka og horfði á hann. „Þú lítur stórkost- lega út,“ sagði hún. „Fari það fjandans til,“ sagði gamli maðurinn hægum, hljómlausum en ákveðnum rómi, líkt og hann tæki mið af slætti síns eigin hjarta. „Fari allt fjandans klabbið í heitasta helvíti!“ „Svona, svona,“ sagði hún og sneri ánægð aftur til að sameinast fylking- unni. Útskriftarnemarnir biðu í halarófu fyrir aftan Vísindabygginguna og hún fann sinn stað einmitt þegar hreyfing komst á röðina. Hún hafði sofið illa nóttina áður og þegar hún dottaði, dreymdi hana æfingarnar og muldraði upp úr svefninum: „Sjáið hann, sjáið hann?“ en vaknaði alltaf rétt áður en hún gat snúið höfðinu til að líta á hann á bak við sig. Útskriftarnemarnir þurftu að ganga framhjá þremur húsaröðum, undir steikjandi sól í svörtu ullarskikkjunum sínum, og þar sem hún silaðist sljólega áfram hugsaði hún með sér, að ef einhverjum þætti þessi háskólafylking tilkomumikil, þá ættu þeir bara að bíða þar til þeir sæju gamla hershöfðingjann í gráa einkennis- búningnum, sem bar hugrekki hans vitni, og snyrtilega unga skátadrenginn sem myndi rúlla hjólastólnum staðfastlega yfir sviðið með sólargeislana glampandi á sverðinu. Hún gerði ráð fyrir að John Wesley væri núna með gamla manninn tilbúinn fyrir aftan sviðið. Svarta fylkingin mjakaðist framhjá tveimur húsaröðum og komst inn á brautina sem lá beint inn í hátíðarsalinn. Gestirnir stóðu á grasinu og skim- uðu eftir sínum útskriftarnemum. Karlarnir ýttu höttum sínum aftur og þurrkuðu svitann af enninu og konurnar toguðu kjóla sína aðeins frá öxl- unum svo þeir límdust ekki við bakið. Útskriftarnemarnir, í sínum þungu skikkjum, litu út eins og verið væri að vinda síðustu dropa fáfræðinnar af þeim í formi svita. Sólargeislarnir endurvörpuðust af brettum bifreiða og köstuðust á milli súlna á byggingunum svo augun vikust í sífellu undan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.