Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 66
F l a n n e r y O ’ C o n n o r 66 TMM 2017 · 1 einum ljósbjarma og drógust að öðrum. Augu Sally Poker drógust að kóka- kóla sjálfssalanum sem hafði verið stillt upp við hlið hátíðarsalarins. Þar sá hún að hershöfðingjanum hafði verið lagt, brúnaþungur og hattlaus sat hann í stólnum í brennheitri sólinni, á meðan John Wesley, með skyrtuna upp úr að aftan, lá með mjöðm og kinn að sjálfsalanum og þambaði kók. Hún braust út úr röðinni, stökk til þeirra og hrifsaði af honum flöskuna. Hún hristi drenginn, girti hann harkalega og setti hattinn á höfuð gamla mannsins. „Svona, drífðu hann þangað!“ sagði hún og benti stífum fingri á hliðardyr á byggingunni. Sjálfum fannst hershöfðingjanum að lítið gat færi stækkandi efst á hausnum á sér. Drengurinn ýtti honum hratt niður stíg og upp rennu og inn í bygg- inguna og hossaðist með hann yfir dyraþröskuld sem vissi að sviðinu og kom honum fyrir þar sem honum hafði verið fyrirskipað og hershöfðinginn starði fram fyrir sig á öll þessi höfuð sem virtust flæða saman og augu sem færðust af einu andliti yfir á annað. Nokkrar verur í svörtum skikkjum komu og tóku í hönd hans og hristu hana. Svört fylking flæddi niður báða gangana og myndaði tignarlegt ómandi lón fyrir framan hann. Hljómkviðan virtist vera á leiðinni inn í höfuð hans, í gegnum litla gatið og eitt andartak fannst honum að fylkingin ætlaði þangað inn líka. Hann vissi ekki hvaða fylking þetta var en það var eitthvað kunnuglegt við hana. Það hlaut að vera vegna þess að hún væri komin á hans fund, en hann var ekkert hrifinn af svartri fylkingu. Þær fylkingar sem vildu á hans fund, hugsaði hann pirraður, ættu að hafa uppblásin farartæki með fallegum stelpum, eins og skrúðgangan á undan frumsýningunni. Þessi viðburður hlaut að vera eitthvað tengdur Sögunni, eins og þeir voru alltaf að halda. Hann kærði sig ekkert um það. Það sem var liðið kom manni sem lifði í núinu ekkert við og hann lifði í núinu. Þegar öll fylkingin hafði sameinast í eitt stórt svart lón, tók svartklædd vera til máls fyrir framan það. Veran var að tala eitthvað um Söguna og hershöfðinginn tók ákvörðun um að hlusta ekki, en orðin héldu áfram að leka inn um litla gatið á höfði hans. Hann heyrði nafn sitt nefnt og stólnum hans var skutlað fram og skátadrengurinn hneigði sig djúpt. Þeir kölluðu upp nafnið hans og feiti krakkaormurinn hneigði sig. Fjandinn eigi þig, reyndi gamli maðurinn að segja, farðu frá, ég get staðið upp! – en honum var ýtt harkalega tilbaka áður en hann gat risið á fætur og hneigt sig. Hann bjóst við að öll þessi læti væru sér til heiðurs. Ef hann var búinn ætlaði hann ekki að hlusta á meira. Ef þetta litla gat væri ekki á hausnum á honum hefði ekki eitt einasta orð komist þar inn. Hann var að spá í að stinga fingri í gatið til að loka fyrir en gatið var aðeins stærra en fingurinn og honum fannst það vera að dýpka. Önnur svört skikkja hafði komið í stað þeirrar fyrstu og var að halda ræðu og hann heyrði nafn sitt nefnt aftur en þeir voru ekki að tala um hann, þeir voru enn að tala um Söguna. „Ef við gleymum fortíðinni,“ sagði ræðu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.