Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 69
TMM 2017 · 1 69 Michel Houellebecq Þakkarávarp Í tilefni af afhendingu Frank­Schirrmacher­Preis sem Frankfurter Allgemeine Zeitung veitti þann 26. september 2016 Friðrik Rafnsson þýddi Ég myndi gjarnan vilja geta sagt að ég sé ánægður með að fá þessi verðlaun sem Frankfurter Allgemeine Zeitung veitir vegna þess að mér finnist það mjög gott dagblað. En því miður skil ég ekki þýsku og get ekki lesið blaðið. Það væri þó ekki alveg út í hött hjá mér að segja þetta því til er nokkuð sem er kallað viðtöl. Þegar maður samþykkir að veita viðtal gefa gæði spurninga blaðamannsins þegar nokkuð glögga vísbendingu um endanlega útkomu. Það er vísbending sem klikkar ekki. Í öllum þeim Evrópulöndum þar sem ég þekki til ber eitt dagblað höfuð og herðar yfir hin blöðin, það er kallað „stórblað“ og er raunverulegt vits- munalegt viðmið fyrir það plan sem aðrir fjölmiðlar vinna útfrá. Á Spáni er það El Pais. Á Ítalíu er það Corriere della Sera. Í Englandi var það lengi vel The Times – en undanfarin ár eru menn æ meira farnir að hallast að því að núorðið sé það kannski fremur The Guardian. Í Frakklandi er það Le Monde. Í Þýskalandi er það Frankfurter Allgemeine Zeitung. Samband mitt við enska fjölmiðla er stirt, en allir Frakkar eiga í stirðu sambandi við enskumælandi fjölmiðla yfirleitt, enda hafa enskumælandi fjölmiðlar óskaplega gaman af því að niðurlægja Frakka og koma þeim í klandur, það verður að reikna með því, þannig er það bara. Ég er í ágætu sambandi við El Pais, Corriere della Sera og Frankfurter Allgemeine Zeitung. Hins vegar er samband mitt við Le Monde alveg ömurlegt. Satt að segja lýsir orðið „hatur“ best sambandinu milli mín og Le Monde. Ég geri mér grein fyrir því að þetta stirða samband mitt við franska fjöl- miðla virkar frekar furðulegt séð erlendis frá. Ég er frekar öfgafullt dæmi en er ekki einn um að vera í þessari stöðu. Harkan í hinni „opinberu umræðu“ í Frakklandi er í rauninni ekkert annað en nornaveiðar og mörgum útlendingum finnst hún alveg stórfurðuleg. Og þessi harka færist fremur í aukana, svívirðingarnar verða sífellt meiri. Áður fyrr tíðkaðist það í Frakk- landi, rétt eins og í velflestum löndum geri ég ráð fyrir, að stilla sig um að segja eða skrifa eitthvað niðrandi um nýlátið fólk. Þessi varnarmúr virðingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.