Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 73
Þa k k a r áva r p TMM 2017 · 1 73 undir þær hugmyndir og varpa eigin gildismati fyrir róða, gildismati sem hentar Evrópu í raun ekki lengur. Það er ekki alveg hægt að segja með vissu sem stendur að hófsamir íslam- istar séu farnir að hafa nein veruleg áhrif í Evrópu. Að þessu leyti má með réttu halda því fram að ég hafi verið fremur lélegur spámaður. Það er bara hægt að merkja nokkrar litlar vísbendingar í þessa veru. Þannig má nefna, og þannig er það einmitt í bókinni minni, sveigjanleika evrópskra háskóla, einkum þeirra frönsku, sem eru ótrúlega sveigjanlegir um leið og olíufurstarnir frá Arabíuskaganum mæta með fullar hendur fjár. Þarna sýnir sig enn og aftur hvað Frakkar geta auðveldlega gerst samverka- menn vafasamra afla. Síðan er það sú staðreynd að til að fá frið hætta ungar konur að klæðast kynæsandi eða ögrandi fötum í sumum borgarhverfum. Staðreyndin er nefnilega sú að þetta er nokkuð sem ég áttaði mig á fyrir nokkrum dögum: miðað við það þegar ég var ungur maður klæðast ungar stúlkur nú til dags mun minna æsandi fötum. Það vafðist raunar fyrir mér hvort það væri gott eða vont: í bókum mínum held ég að hægt væri að álykta í tvær algerlega andstæðir áttir hvað þetta varðar. Semsagt, það mætti segja sem svo að sé ég spámaður er ég það þá til meðal- langs tíma og að þeir spádómar rætist hægt. En hverju spáði Maurice Dantec? Í fyrsta lagi tilkomu transhúmanismans, rétt eins og ég. Um þetta atriði vorum við sammála. Ég hafði fyrst og fremst áhuga á þeirri hlið sem varðaði erfðavísindin en hann á því hvernig andlegur samruni manns og vélar á sér stað. Það má segja að við höfum bætt hvor annan upp. Og þarna á það sama við okkur báða: þetta er smám saman að eiga sér stað. Í öðru lagi, og þar er spádómur hans alveg gríðarlega sláandi: tilkoma djíhad, íslamskra bókstafstrúarmanna. Endurkoma fyrirferðarmikilla og ofbeldisfullra íslamista sem eru með áætlun um að leggja heiminn undir sig, standa fyrir hryðjuverkaárásum og koma af stað borgarastyrjöldum út um allan heim. Hvernig stóð á því að hann fann þetta svona ótrúlega vel á sér? Það er án efa vegna þess að hann fór til Bosníu þegar stríðið stóð yfir þar, en Bosnía var einn fyrsti vettvangur fyrir æfingar hins alþjóðlega djíhadisma. Semsagt, Maurice Dantec fór til Bosníu og sá hvað var að gerast þar. Hann var einn um það. En það sem er mest heillandi við Maurice Dantec er sú afstaða sem hann tók í framhaldinu. Afstaða þeirra ríkisstjórna sem eru við völd í löndum okkar (einkum þó franskra ríkisstjórna) er í grófum dráttum þessi. „Við höfum sigur vegna þess að gildi okkar eru sterkari: trúleysi, lýðræði, frjáls- hyggja, mannréttindi, o.s.frv.“ En auk þess (en það nefna stjórnvöld síður) erum við enn betur vopnum búin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.