Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 73
Þa k k a r áva r p
TMM 2017 · 1 73
undir þær hugmyndir og varpa eigin gildismati fyrir róða, gildismati sem
hentar Evrópu í raun ekki lengur.
Það er ekki alveg hægt að segja með vissu sem stendur að hófsamir íslam-
istar séu farnir að hafa nein veruleg áhrif í Evrópu. Að þessu leyti má með
réttu halda því fram að ég hafi verið fremur lélegur spámaður. Það er bara
hægt að merkja nokkrar litlar vísbendingar í þessa veru.
Þannig má nefna, og þannig er það einmitt í bókinni minni, sveigjanleika
evrópskra háskóla, einkum þeirra frönsku, sem eru ótrúlega sveigjanlegir
um leið og olíufurstarnir frá Arabíuskaganum mæta með fullar hendur fjár.
Þarna sýnir sig enn og aftur hvað Frakkar geta auðveldlega gerst samverka-
menn vafasamra afla.
Síðan er það sú staðreynd að til að fá frið hætta ungar konur að klæðast
kynæsandi eða ögrandi fötum í sumum borgarhverfum. Staðreyndin er
nefnilega sú að þetta er nokkuð sem ég áttaði mig á fyrir nokkrum dögum:
miðað við það þegar ég var ungur maður klæðast ungar stúlkur nú til dags
mun minna æsandi fötum. Það vafðist raunar fyrir mér hvort það væri gott
eða vont: í bókum mínum held ég að hægt væri að álykta í tvær algerlega
andstæðir áttir hvað þetta varðar.
Semsagt, það mætti segja sem svo að sé ég spámaður er ég það þá til meðal-
langs tíma og að þeir spádómar rætist hægt.
En hverju spáði Maurice Dantec?
Í fyrsta lagi tilkomu transhúmanismans, rétt eins og ég. Um þetta atriði
vorum við sammála. Ég hafði fyrst og fremst áhuga á þeirri hlið sem varðaði
erfðavísindin en hann á því hvernig andlegur samruni manns og vélar á sér
stað. Það má segja að við höfum bætt hvor annan upp. Og þarna á það sama
við okkur báða: þetta er smám saman að eiga sér stað.
Í öðru lagi, og þar er spádómur hans alveg gríðarlega sláandi: tilkoma
djíhad, íslamskra bókstafstrúarmanna. Endurkoma fyrirferðarmikilla og
ofbeldisfullra íslamista sem eru með áætlun um að leggja heiminn undir sig,
standa fyrir hryðjuverkaárásum og koma af stað borgarastyrjöldum út um
allan heim.
Hvernig stóð á því að hann fann þetta svona ótrúlega vel á sér? Það er án
efa vegna þess að hann fór til Bosníu þegar stríðið stóð yfir þar, en Bosnía
var einn fyrsti vettvangur fyrir æfingar hins alþjóðlega djíhadisma. Semsagt,
Maurice Dantec fór til Bosníu og sá hvað var að gerast þar. Hann var einn
um það.
En það sem er mest heillandi við Maurice Dantec er sú afstaða sem hann
tók í framhaldinu. Afstaða þeirra ríkisstjórna sem eru við völd í löndum
okkar (einkum þó franskra ríkisstjórna) er í grófum dráttum þessi. „Við
höfum sigur vegna þess að gildi okkar eru sterkari: trúleysi, lýðræði, frjáls-
hyggja, mannréttindi, o.s.frv.“
En auk þess (en það nefna stjórnvöld síður) erum við enn betur vopnum búin.