Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 75
Þa k k a r áva r p TMM 2017 · 1 75 Hér langar mig að setja fram efasemdir mínar, efasemdir sem eru í anda Pas- cals, skelfilegar efasemdir sem geta þó kveikt vonarneista. Eðlilega og almennt viðtekna hugmyndin er sú að manneskjan geti framið hetjudáðir og grimmdarverk vegna þess að hún er knúin áfram af trú, yfir- leitt á einhvern guð en stundum á byltingarhugsjón. Efasemdir Pascals felast í því að á manneskjuna rennur stundum æði sem veldur því að hún verður ofbeldisfull, grimm, morðóð og þá grípur hún til allskyns fyrirbæra eins og trúarbragða, hvaða málstaðar sem er, en yfirleitt eru það þó trúarbrögð, til að réttlæta gjörðir sínar. Þá breiðist grimmdin og morðæðið út um allt land og étur samfélagið að innan. Og skyndilega lýkur því. Hvers vegna lauk frönsku byltingunni? Hvers vegna varð fólk skyndilega þreytt á blóðbaðinu? Það veit enginn. Skyndilega og án þess að ljóst sé hvers vegna, linast fólk upp, blóðþorstinn slokknar skyndilega. Er það kannski þannig sem framgangi Íslamska ríkisins lýkur, án raun- verulegrar ástæðu, bara sisvona og enginn veit hvers vegna? Philippe Muray fjallar lítið um þennan grimmilega, ofbeldisfulla, karlmann- lega heim, hann lést áður en hann fór að verða virkilega áberandi. Hann skrifar einkum um hinn þreytta, makráða og kvíðna heim Vesturlanda og hann hefur líka heldur betur reynst sannspár. En áður en ég segi ykkur aðeins frá Philippe Muray langar mig að lesa fyrir ykkur frægan kafla úr bók eftir Tocqueville, þó ekki væri nema ánægjunnar vegna því það er alltaf alveg sérlega ánægjulegt að sjá svona miklar gáfur og stílfimi fara saman. „Mig langar að kanna það með hvaða hætti hin nýju ráðandi öfl gætu birst í heiminum: ég sé fyrir mér ótölulegan fjölda manna sem eru eins og jafnir og snúast linnulaust um sjálfa sig til að veita sér dálitla en ómerkilega ánægju sem fyllir sál þeirra. Hver og einn þeirra heldur sig út af fyrir sig og virðist ósnortinn af örlögum allra hinna: börn hans og nánir vinir mynda allt mannkynið í hans augum. En hvað varðar hag samborgara hans, þá stendur hann álengdar við þá en sér þá ekki. Hann snertir þá en finnur ekki fyrir þeim. Hann er einungis til fyrir sjálfan sig og sjálfan sig einan og enda þótt segja megi að hann eigi enn fjölskyldu er að minnsta kosti hægt að staðhæfa að hann eigi sér ekkert föðurland. Upp af slíkum mönnum rís gríðarmikið og drottnandi vald sem tekur alfarið að sér að tryggja nautnir þeirra og gæta örlaga þeirra. Það er algert, smámunasamt, reglufast, forsjált og milt. Það gæti líkst valdi föðurins ef það hefði svipuðu hlutverki að gegna, að undirbúa karlmenn undir fullorðins- árin. En þvert á móti leitast það einungis við að festa þá endanlega í æskunni. Það vill að borgararnir gleðjist svo fremi sem þeir hafi einungis hugann við það að gleðjast. Það stuðlar gjarnan að hamingju þeirra, en vill ráða því hvað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.