Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 76
M i c h e l H o u e l l e b e c q 76 TMM 2017 · 1 leyfist og hvað ekki. Það hugsar um öryggi þeirra sér fyrir öllum þörfum þeirra, sér til þess að þeir fái að njóta, stýrir öllum þeirra helstu málum, stýrir því sem þeir eru að iðja, gengur frá því sem þeir láta eftir sig og deilir arfinum út, en hvernig getur það losað þá alfarið við þá áþján að þurfa að hugsa og þá þraut að þurfa að lifa?“ Þetta birtist árið 1840 í öðrum hluta höfuðrits Tocqueville, Um lýðræði í Ameríku. Magnað. Þessi kafli innheldur næstum allar hugmyndir sem felast í verkum mínum. Ég þurfti bara að bæta einu við, en það er að sá einstaklingur sem Tocque- ville skrifar um á enn vini og fjölskyldu, en það er ekki tilfellið lengur um mínar persónur. Upplausnin er orðin algjör. Hugmyndirnar sem settar eru fram í þessum kafla eiga síðan líka við lang- flest ritverk Philippes Muray. Philippe bætti bara við einni skýringu, en það er að þetta vald er ekki vald föðurins heldur í raun og veru vald móðurinnar. Þeir nýju tímar sem Philippe Muray fjallar um felast einungis í endurkomu mæðraveldisins sem birtist með nýjum hætti, nú sem ríkisvald. Borgurunum er haldið í ástandi sem er eilíf æska og höfuðandstæðingurinn sem reynir að brjóta niður hið vestræna samfélag okkar er fullorðinsárin, karlmennskan sem slík. Frá því Philippe Muray lést hefur þróun fransks samfélags, einkum eftir að jafnaðarmenn náðu aftur völdum þar, staðfest spádóma hans með sláandi hætti og það hefur gerst svo hratt að ég held að hann hefði orðið alveg gátt- aður að horfa upp á það. Sú staðreynd að Frakkland varð annað landið í heiminum á eftir Svíþjóð til að gera vændiskaup refsiverð, það er nokkuð sem ég held að jafnvel Phi- lippe Muray hefði átt erfitt með að trúa, hann hefði fengið hroll við þá til- hugsun. Ekki svona fljótt. Ekki svona hratt. Ekki í Frakklandi. Það að afnema vændi er að kippa einni stoðinni undan samfélags- skipaninni. Það er að gera hjónabönd ómöguleg. Án vændisins, mótvægisins við hjónabandið, hrynur hjónabandið og með því fjölskyldan og þar með allt samfélagið. Að afnema vændi er einfaldlega sjálfsmorð fyrir Evrópulöndin. Já, það er því hægt að spá því að þessi gamla aðferð sem sótt er aftur til miðalda og íslamskir salafistar nota eigi framtíðina fyrir sér. Og ég held því enn í þennan spádóm minn jafnvel þótt nýliðnir atburðir bendi til þess að ég hafi rangt fyrir mér sem stendur. Djíhadisminn tekur enda vegna þess að manneskjurnar verða þreyttar á blóðbaðinu og mann- fallinu. En framgangur íslam er bara rétt að hefjast vegna þess að mann- fjöldaþróun er því hagfelld og vegna þess að nú þegar eru Evrópubúar hættir að búa til börn og stefna í átt að eigin tortímingu. Og þetta er ekki sjálfstor-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.