Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 76
M i c h e l H o u e l l e b e c q
76 TMM 2017 · 1
leyfist og hvað ekki. Það hugsar um öryggi þeirra sér fyrir öllum þörfum
þeirra, sér til þess að þeir fái að njóta, stýrir öllum þeirra helstu málum,
stýrir því sem þeir eru að iðja, gengur frá því sem þeir láta eftir sig og deilir
arfinum út, en hvernig getur það losað þá alfarið við þá áþján að þurfa að
hugsa og þá þraut að þurfa að lifa?“
Þetta birtist árið 1840 í öðrum hluta höfuðrits Tocqueville, Um lýðræði í
Ameríku. Magnað.
Þessi kafli innheldur næstum allar hugmyndir sem felast í verkum mínum.
Ég þurfti bara að bæta einu við, en það er að sá einstaklingur sem Tocque-
ville skrifar um á enn vini og fjölskyldu, en það er ekki tilfellið lengur um
mínar persónur. Upplausnin er orðin algjör.
Hugmyndirnar sem settar eru fram í þessum kafla eiga síðan líka við lang-
flest ritverk Philippes Muray. Philippe bætti bara við einni skýringu, en það
er að þetta vald er ekki vald föðurins heldur í raun og veru vald móðurinnar.
Þeir nýju tímar sem Philippe Muray fjallar um felast einungis í endurkomu
mæðraveldisins sem birtist með nýjum hætti, nú sem ríkisvald. Borgurunum
er haldið í ástandi sem er eilíf æska og höfuðandstæðingurinn sem reynir að
brjóta niður hið vestræna samfélag okkar er fullorðinsárin, karlmennskan
sem slík.
Frá því Philippe Muray lést hefur þróun fransks samfélags, einkum eftir
að jafnaðarmenn náðu aftur völdum þar, staðfest spádóma hans með sláandi
hætti og það hefur gerst svo hratt að ég held að hann hefði orðið alveg gátt-
aður að horfa upp á það.
Sú staðreynd að Frakkland varð annað landið í heiminum á eftir Svíþjóð
til að gera vændiskaup refsiverð, það er nokkuð sem ég held að jafnvel Phi-
lippe Muray hefði átt erfitt með að trúa, hann hefði fengið hroll við þá til-
hugsun. Ekki svona fljótt. Ekki svona hratt. Ekki í Frakklandi.
Það að afnema vændi er að kippa einni stoðinni undan samfélags-
skipaninni. Það er að gera hjónabönd ómöguleg. Án vændisins, mótvægisins
við hjónabandið, hrynur hjónabandið og með því fjölskyldan og þar með allt
samfélagið. Að afnema vændi er einfaldlega sjálfsmorð fyrir Evrópulöndin.
Já, það er því hægt að spá því að þessi gamla aðferð sem sótt er aftur til
miðalda og íslamskir salafistar nota eigi framtíðina fyrir sér.
Og ég held því enn í þennan spádóm minn jafnvel þótt nýliðnir atburðir
bendi til þess að ég hafi rangt fyrir mér sem stendur. Djíhadisminn tekur
enda vegna þess að manneskjurnar verða þreyttar á blóðbaðinu og mann-
fallinu. En framgangur íslam er bara rétt að hefjast vegna þess að mann-
fjöldaþróun er því hagfelld og vegna þess að nú þegar eru Evrópubúar hættir
að búa til börn og stefna í átt að eigin tortímingu. Og þetta er ekki sjálfstor-