Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 86
H j a l t i H u g a s o n 86 TMM 2017 · 1 vægi, samhljómi eða heild, dýpkaða skynjun á innsta kjarna persónu sinnar og sálar. Oftar en ekki felur slík reynsla í sér samkennd með tilverunni í heild, allífinu eða Guði (unio mystica). Við slíka reynslu verður einstaklingurinn fær um að halda vegferð sinni áfram óttalaus en hver sem leiðarendinn kann að verða er hann ávallt óljós og myrkri hulinn eins og dauðinn. Túlka má slík hvörf frá ótta til óttaleysis sem afturhvarf (conversio).12 Ljóðið getur lýst ferð frá myrkri sálarinnar sem var skáldinu ekki fram- andi a.m.k. í upphafi ferlisins (sjá síðar) til sáttar. Á máli trúarinnar má lýsa slíkri vegferð sem hjálpræðisleið – ordo salutis. Samkvæmt klassískum, lútherskum skilningi er þar ekki átt við aðgreind skref í trúarsálfræðilegri þróun heldur áfanga á leið okkar frá skírn til greftrunar sem vörðuð er sakramentum kirkjunnar.13 Oft er ordo salutis skipt í þrepin köllun (vocatio) sem oft verður vegna einhvers konar opinberunar, upplýsingu, afturhvarf frá vonleysi til vonar, helgun (sanctificatio) og heilun.14 Hér þræðir Vilborg ekki þá slóð alla enda ljóðinu alls ekki ætlað trúfræðilegt hlutverk. Eigi að síður virðist hér nærtækur lykill að trúarlegri túlkun þess. Önnur trúarleg túlkun á ljóðinu felst í að lesa það í ljósi dulhyggju eða mystíkur. Þar kemur myrkur sálarinnar, birtan að ofan og heilunin mjög við sögu. Tvö síðari atriðin í sömu merkingu og hér framar. Myrkur sálarinn- ar merkir þá upplifun af þögn, reiði, útskúfun eða höfnun Guðs sem tengst getur sorg, þunglyndi eða kvíða bæði sem orsök og afleiðing. Þess má geta að hinn þegjandi Guð, fjarlægi, sofandi eða dauði kemur nokkuð við sögu í ljóðum Vilborgar (sjá síðar). Þá ber þess að geta að sjálf kveðst hún aldrei hafa upplifað sig yfirgefna af Guði (sjá nmgr. 5). „Klædd og komin á ról“ í Fiskar hafa enga rödd (2004) kallast á við „Rof“ og gefur trúarlegri túlkun þess meira vægi: Amma mín á Hvoli gekk út á hlað eldhúsdyramegin hneigði sig í sólarátt signdi sig og fór með morgunbænina sína – þannig sótti hún sér góðan daginn.15 Hér dregur Vilborg upp einfalda ljóðmynd úr bernsku en margs konar trúar legir undirtónar koma fram í kvæðinu sem sýna hve morgunstundin er helg. Hér lýsir hún eldfornum trúarsið sem tíðkaðist fram á öndverða 20. öld og fólst í að ganga þegjandi út undir bert loft, signa sig mót rísandi sól og kallaðist hann að sækja daginn.16 Þá er heiti ljóðsins tilvísun í alþekkta, gamla morgunbæn eftir ókunnan höfund. Loks sýnir ljóðið hvaðan sú guð- fræði sem lesa má út úr „Rofum“ kann að vera sprottin. Kveikju hennar er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.