Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 96
96 TMM 2017 · 1
Þorvaldur Gylfason
Félagsauður, efnahags-
þrengingar og Ísland1
Þýðing Hjörtur Hjartarson
Inngangur
Gróska í efnahagslífi er knúin áfram af ýmsum samverkandi þáttum. Þar
á meðal er félagsauður í ýmsum myndum. Með því hugtaki er átt við ýmsa
þá þræði sem halda þjóðfélögum okkar saman og gera þau starfhæf. Sam-
heldnin stuðlar að því að hagkerfin og fjármálakerfin geti gengið snurðu-
laust og drepa ekki á sér. Þessi þjóðfélagslega samheldni er ofin úr mörgum
ólíkum þáttum. Jöfn tækifæri eru grundvallaratriði, með tilheyrandi jöfnuði
í tekju- og eignaskiptingu. Sagan bendir til að glórulaus ójöfnuður grafi
undan samfélagslegum friði og auðsæld. Annar grundvallarþáttur er traust,
einkum traust sem almennir borgarar bera til pólitískra og samfélagslegra
stofnana, en einnig það traust sem borgararnir bera hver til annars: traust
milli manna. Þriðji þátturinn er heiðarleiki og ábyrgð í opinberu lífi. Það er
að segja að víðtæk spilling – misnotkun á trausti almennings í þágu sérhags-
muna, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum – sé ekki til staðar. Fjórði
þátturinn er góð stjórnsýsla sem felst t.d. í að ráðið sé í opinber embætti eftir
verðleikum.
Í bók sinni The Great Crash 1929 (1988, 177–178) nefnir John Kenneth
Gal braith fimm meginástæður fyrir því að bandaríska hagkerfið var í grund-
vallar atriðum óheilbrigt 1929. Fyrst tiltekur hann „ójafna tekjuskipt ingu“.
Hann bendir á að árið 1929 hafi hlutfall tekna einstaklinga af vaxta greiðslum,
arðgreiðslum og leigu – þ.e.a.s. í stórum dráttum tekjur hinna betur settu
– verið tvöfalt meiri en á árunum upp úr síðari heimsstyrjöld. Galbraith
heldur síðan áfram og ræðir aukinn ójöfnuð með tilliti til „lélegs skipu-
lags viðskiptalífsins“ og „lélegs skipulags fjármálakerfisins“ á veltiárunum
upp úr 1920. „Amerískt viðskiptalíf hafði á 3. áratugnum opnað faðm sinn
fyrir óvenjulega stórum hópi prangara, verðbréfagutta, blekkingameistara,
svikahrappa og svindlara. Í langri athafnasögu slíkra manna var þetta e.k.
hápunktur gripdeilda í viðskiptalífinu.“ Saga Galbraiths um Hrunið mikla
1929 rímar auðsæilega við æ útbreiddari skoðun á þeim atburðum sem urðu