Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 101
F é l a g s a u ð u r , e f n a h a g s þ r e n g i n g a r o g Í s l a n d 1
TMM 2017 · 1 101
fram á skýrt orsakasamband og útiloka að um tilviljun sé að ræða. Það var
ekki heldur hægt 1929.
Nokkrir fræðimenn hafa haldið því fram að beint orsakasamhengi sé milli
ójafnaðar og kreppu. Rajan (2011) leiðir að því rök að slæm samviska fulltrúa
á bandaríkjaþingi yfir auknum ójöfnuði hafi orðið til þess að þeir hvöttu
til aukins framboðs á ódýrum lánum til láglaunafólks, dyggilega studdir af
bankamönnum. Undirmálslánin (e. subprime loans) reyndust hins vegar
allt annað en ódýr fyrir lántakendur og áttu sinn þátt í því að bandarískt
bankakerfi komst næstum í þrot árið 2008 eins og margar heimildir vitna
um (Gramlich, 2007; Johnson og Kwak, 2010; Admati og Hellwig, 2013;
Blinder, 2013). Galbraith (2012, 13. kafli) horfir aðeins öðrum augum á málið
og leggur áherslu á tilraun ríkisstjórnar Bush forseta til að örva bandarískt
efnahagslíf með því að búa til „eigendasamfélag“ með „stórfelldri aukningu
lána sem litlar tryggingar voru fyrir, voru illa skjalfest og var illa stjórnað,
og kom að lokum í ljós að voru sviksamleg. Lán sem veitt voru í stórum stíl
til fólks sem vitað var að myndi ekki geta staðið í skilum með afborganir.“
Stiglitz (2015, 96–97) leggur áherslu á hamlandi áhrif ójafnaðar á neyslu,
og þar með á framleiðslu og atvinnu. Rök hans eru þau að árstekjur ein-
staklings með 20 milljónir bandaríkjadala fari að mestu í sparnað, en að 500
einstaklingar sem þénuðu 40 þúsund dali hver myndu eyða þeim að mestu
í neyslu. Áður hafði Galbraith (1988) lýst hinu æðisgengna andrúmslofti
3. áratugarins og yfirgengilegum ójöfnuði sem því fylgdi undir spilltum
og vanhæfum ríkisstjórnum þeirra Warrens Harding (1921–1923) og Cal-
Mynd 4. Ísland: Hlutdeild tekjuhæstu 10% og tekjuhæsta 1%
í heildartekjum (%)
Hlutdeild tekjuhæstu 10% Hlutdeild tekjuhæsta 1%
Heimild: Ríkisskattstjóri, http://www.rsk.is/
17
Mynd 3. Ísland: Ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna 1993-2009 (Gini-stuðull)
Ráðstöfunartekjur með fjármagnstekjum Ráðstöfunartekjur án fjármagnstekna
Heimild: Ríkisskattstjóri, http://www.rsk.is/, og Hagstofa Íslands, www.hagstofa.is
Aths.: Gini-stuðullinn 0 vitnar um algeran jöfnuð. Gini-stuðullinn1 vitnar um algeran ójöfnuð.
Mynd 4. Ísland: Hlutdeild tekjuhæstu 10% og tekjuhæsta 1% í heildartekjum (%)
Hlutdeild tekjuhæstu 10% Hlutdeild tekjuhæsta 1%
Heimild: Ríkisskattstjóri, http://www.rsk.is/.
1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009
0
0,05
0,1
0,15
0,2
0,25
0,3
0,35
0,4
0,45
0,5
1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009
0
0,05
0,1
0,15
0,2
0,25
0,3
0,35
0,4
0,45
0,5
0
5
10
15
20
25
30
35
40
0
5
10
15
20
25
30
35
40
17
Mynd 3. Ísland: Ójöfnuður í skiptingu ráðstöfunartekna 1993-2009 (Gini-stuðull)
Ráðstöfunartekjur með fjármagnstekjum Ráðstöfunartekjur án fjármagnstekna
Heimild: Ríkisskattstjóri, http://www.rsk.is/, og Hagstofa Íslands, www.hagstofa.is
Aths.: Gini-stuðullinn 0 vitnar um algeran jöfnuð. Gini-stuðullinn1 vitnar um algeran ójöfnuð.
Mynd 4. Ísland: Hlutdeild tekjuhæstu 10% og tekjuhæsta 1% í heildartekjum (%)
Hlutdeild tekjuhæstu 10% Hlutdeild tekjuhæsta 1%
Heimild: Ríkisskattstjóri, http://www.rsk.is/.
1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009
0
0,05
0,1
0,15
0,2
0,25
0,3
0,35
0,4
0,45
0,5
1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009
0
0,05
0,1
0,15
0,2
0,25
0,3
0,35
0,4
0,45
0,5
0
5
10
15
20
25
30
35
40
0
5
10
15
20
25
30
35
40