Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 102
Þ o r va l d u r G y l fa s o n
102 TMM 2017 · 1
vins Goolidge (1923–1929) sem gróðrarstíu fyrir Kreppuna miklu. Dæmin
hrannast upp.
Einnig er hægt að horfa á aukinn ójöfnuð og vaxandi ófyrirleitni banka-
stjórnenda, fjármálamanna og forkólfa í viðskiptalífinu sem samtvinnaða
afleiðingu annarra þátta, m.a. aukinnar ásóknar í arð (Admati og Hellwig,
2013) og þeirrar kenningar að „Besta leiðin til að ræna banka er að eiga
hann“ (Black, 1995). Í andrúmslofti sem einkenndist af heimskulegu oflæti
og stríðu fjárstreymi frá fjármálafyrirtækjum til stjórnmálamanna (Rein-
hart og Rogoff, 2009; Shiller, 2015) var hömlum létt af fjármálamörkuðum í
stórum stíl frá 1980 og áfram. Þótt erfitt sé að greina orsakir og afleiðingar
dregur það ekki endilega úr þýðingu líklegra tengsla. A.m.k. hefur leik-
stjórinn Mel Brooks tæplega orðið hissa á hruninu 2007–2008. Í Óskarsverð-
launamyndinni Framleiðendurnir (The Producers, 1968) segir frá söngleikja-
framleiðanda á Broadway og endurskoðanda hans sem uppgötvar að hægt sé
að græða á uppfærslu á misheppnuðum söngleik (Þorvaldur Gylfason, 2010).
Akerlof og Romer (1993) voru á svipuðum nótum í áhrifamikilli ritgerð þar
sem yfirskriftin segir söguna: „Looting: The Economic Underworld of Banc-
ruptcy for Profit.“ Grundvallarskyssan fólst í skorti á fullnægjandi eftirliti og
úttektum stjórnvalda í fjármálakerfinu sem efnahagslega á sér samsvörun í
skorti á valdmörkum og mótvægi (e. checks and balances) í stjórnmálum.
Brostið traust og spilling
Ef stórkostlegt misvægi í skiptingu tekna og auðs grefur undan samheldni
samfélagsins, þá er vaxandi ójöfnuður merki um rýrnun á félagsauði þess.
Annað slíkt merki um dvínandi félagsauð er skortur á trausti. Í bók sinni
Bowling Alone (2000) gerir Robert Putnam grein fyrir ástandinu í Bandaríkj-
Mynd 5. Svíþjóð og Bandaríkin: Traust til stofnana
(% sem segir já við „Berð þú mikið eða nokkuð mikið traust til dómstóla, o.s.frv.“?)
Heimild: World Values Survey (Medrano, 2015).
18
Mynd 5. Svíþjóð og Bandaríkin: Traust til stofnana
(% sem segir já við “Berð þú mikið eða nokkuð mikið traust til dómstóla, o.s.frv.”?)
Heimild: World Values Survey (Medrano, 2015).
Mynd 6. Norðurlönd: Traust milli manna og traust til stofnana
Norðurlönd: Traust milli manna Ísland: Traust til stofnana 2013 (%)
Heimild: World Values Survey (Medrano,
2015).
Aths.: Sjá formúlu í meginmáli.
Heimild: Capacent (Gallup).
Dómstólar Löggjafarþing Stjórnmálaflokkar Bankar Háskólar Dagblöð Sjónvarp Her
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
Svíþjóð
Bandaríkin
Ísland
1999
Finnland
2005
Danmörk
1999
Svíþjóð
2006
Noregur
2007
0
20
40
60
80
100
120
140
160
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90