Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 106
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 106 TMM 2017 · 1 Landinu tókst nokkuð vel að fást við suma þætti efnahagsmála eftir hrunið 2008, með rausnarlegri aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þótt lands fram- leiðsla félli um 10% á árunum 2009–2010, þá hélst atvinnuleysi undir 8% af mannafla og var 4% 2015. Þótt hrunið hafi orðið efnahagnum þung byrði, þá reyndust bein efnahagsleg áhrif þess minni en búast hefði mátt við. Á heildina litið stóðu félagsvísar óbreyttir sem er eftirtektarvert vegna þess að þeir eru iðulega næmari og áreiðanlegri en hagvísar sem oftar eru notaðir (Deaton, 2013). Engin merki sjást um aukna tíðni sjálfsvíga eða lækkun líf- aldurs, heldur þvert á móti (Mynd 8, hægri hluti). Ennfremur er aðeins hægt að greina veik merki um lægri fæðingartíðni í kjölfar hrunsins (Mynd 8, vinstri hluti). Eftir sjö ára niðurskurðartímabil er samt enn þröngt í búi víða ásamt mik - illi undirliggjandi óánægju sem brýst fram annað veifið í vinnudeilum og verk föllum. Stjórnvöld og vinnuveitendur hafa lýst áhyggjum af umsömdum kjarabótum að undanförnu sem þau telja að geti orðið til að kynda undir verðbólgu eða atvinnuleysi eða hvoru tveggja. Þessar kjarabætur voru knúnar fram m.a. með beinni tilvísun til misskiptingar, launa forstjóra, bónusa og hagnaðar bankanna og stefnu stjórnvalda, sérstaklega varðandi úthlutun leyfa til útgerðarmanna til að veiða úr sameiginlegri fiskveiði- auðlind landsmanna fyrir aðeins brot af fullu verði. Kröfur launafólks má í aðra röndina skoða sem uppreisn þeirra sem ekki eiga gegn þeim sem eiga. Launamenn virðast vera að segja: Nú er komið að okkur að setjast að borðum (Wrong, 2010). Deilum milli launamanna og atvinnurekenda fylgir tog- steita á milli launafólks (Þorvaldur Gylfason and Lindbeck, 1984). Starfsfólk spítala á Íslandi krafðist t.d. launahækkana fyrir nokkrum misserum upp á 20–25% til jafns við það sem læknar sem fóru í verkfall höfðu samið um sér til handa. Þótt reynsla Íslands eftir hrun sé að ýmsu leyti svipuð reynslu annarra landa, þá er einn mikilvægur munur á: Þó nokkrir bankastjórnendur og aðrir voru lögsóttir eftir hrunið. Ferlið hefur tekið langan tíma. Byrjað var á að skipta um yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) fljótlega eftir hrun og embætti Sérstaks saksóknara var stofnað. Starfsfólki þess fjölgaði á skömmum tíma úr þremur í um 100. Nýr forstjóri, Gunnar Þ. Andersen, var settur yfir FME og undir hans stjórn var eftirlitið styrkt og endurskipulagt frá grunni. Fyrir vikið var nær 80 málum vísað til Sérstaks saksóknara vegna gruns um lögbrot er mikill fjöldi manna var viðriðinn. Í árslok 2016 höfðu 34 einstaklingar, þar á meðal bankastjórnendur og stjórnendur sparisjóða, verið dæmdir í Hæstarétti til samtals 87 ára fangelsisvistar fyrir lögbrot í tengslum við hrunið (einkum innherjaviðskipti, umboðssvik og markaðsmisnotkun). Sakfellingarnar voru að mestu byggðar á málum sem FME hafði vísað til Sérstaks saksóknara og á frekari rannsóknum þess embættis. Meðal þeirra sem hlutu dóm árið 2015 voru stjórnarformaður og forstjóri Kaupþings (annar fékk 4 ára dóm, hinn 5,5 ár) og bankastjóri Landsbankans (3,5 ár).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.