Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 106
Þ o r va l d u r G y l fa s o n
106 TMM 2017 · 1
Landinu tókst nokkuð vel að fást við suma þætti efnahagsmála eftir hrunið
2008, með rausnarlegri aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þótt lands fram-
leiðsla félli um 10% á árunum 2009–2010, þá hélst atvinnuleysi undir 8% af
mannafla og var 4% 2015. Þótt hrunið hafi orðið efnahagnum þung byrði,
þá reyndust bein efnahagsleg áhrif þess minni en búast hefði mátt við. Á
heildina litið stóðu félagsvísar óbreyttir sem er eftirtektarvert vegna þess að
þeir eru iðulega næmari og áreiðanlegri en hagvísar sem oftar eru notaðir
(Deaton, 2013). Engin merki sjást um aukna tíðni sjálfsvíga eða lækkun líf-
aldurs, heldur þvert á móti (Mynd 8, hægri hluti). Ennfremur er aðeins hægt
að greina veik merki um lægri fæðingartíðni í kjölfar hrunsins (Mynd 8,
vinstri hluti).
Eftir sjö ára niðurskurðartímabil er samt enn þröngt í búi víða ásamt mik -
illi undirliggjandi óánægju sem brýst fram annað veifið í vinnudeilum og
verk föllum. Stjórnvöld og vinnuveitendur hafa lýst áhyggjum af umsömdum
kjarabótum að undanförnu sem þau telja að geti orðið til að kynda undir
verðbólgu eða atvinnuleysi eða hvoru tveggja. Þessar kjarabætur voru
knúnar fram m.a. með beinni tilvísun til misskiptingar, launa forstjóra,
bónusa og hagnaðar bankanna og stefnu stjórnvalda, sérstaklega varðandi
úthlutun leyfa til útgerðarmanna til að veiða úr sameiginlegri fiskveiði-
auðlind landsmanna fyrir aðeins brot af fullu verði. Kröfur launafólks má í
aðra röndina skoða sem uppreisn þeirra sem ekki eiga gegn þeim sem eiga.
Launamenn virðast vera að segja: Nú er komið að okkur að setjast að borðum
(Wrong, 2010). Deilum milli launamanna og atvinnurekenda fylgir tog-
steita á milli launafólks (Þorvaldur Gylfason and Lindbeck, 1984). Starfsfólk
spítala á Íslandi krafðist t.d. launahækkana fyrir nokkrum misserum upp á
20–25% til jafns við það sem læknar sem fóru í verkfall höfðu samið um sér
til handa.
Þótt reynsla Íslands eftir hrun sé að ýmsu leyti svipuð reynslu annarra
landa, þá er einn mikilvægur munur á: Þó nokkrir bankastjórnendur og
aðrir voru lögsóttir eftir hrunið. Ferlið hefur tekið langan tíma. Byrjað var
á að skipta um yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) fljótlega eftir hrun
og embætti Sérstaks saksóknara var stofnað. Starfsfólki þess fjölgaði á
skömmum tíma úr þremur í um 100. Nýr forstjóri, Gunnar Þ. Andersen, var
settur yfir FME og undir hans stjórn var eftirlitið styrkt og endurskipulagt
frá grunni. Fyrir vikið var nær 80 málum vísað til Sérstaks saksóknara vegna
gruns um lögbrot er mikill fjöldi manna var viðriðinn. Í árslok 2016 höfðu 34
einstaklingar, þar á meðal bankastjórnendur og stjórnendur sparisjóða, verið
dæmdir í Hæstarétti til samtals 87 ára fangelsisvistar fyrir lögbrot í tengslum
við hrunið (einkum innherjaviðskipti, umboðssvik og markaðsmisnotkun).
Sakfellingarnar voru að mestu byggðar á málum sem FME hafði vísað til
Sérstaks saksóknara og á frekari rannsóknum þess embættis. Meðal þeirra
sem hlutu dóm árið 2015 voru stjórnarformaður og forstjóri Kaupþings
(annar fékk 4 ára dóm, hinn 5,5 ár) og bankastjóri Landsbankans (3,5 ár).