Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 108
Þ o r va l d u r G y l fa s o n
108 TMM 2017 · 1
fara yfir skýrslu RNA bætti 8. nafninu á listann, nafni utanríkisráðherra
hrunstjórnarinnar og þáverandi formanns Samfylkingarinnar, Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur. Þrátt fyrir þetta ákvað Alþingi að aðeins fyrrum for-
sætisráðherra skyldi ákærður en ekkert hinna. Landsdómur kom saman í
fyrsta sinn í sögu landsins og sakfelldi fyrrum forsætisráðherra „fyrir að
hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikil-
væg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt
fyrir að honum hlaut að vera ljós sá háski, sem vofði yfir bankakerfinu og
þar með heill ríkisins […].“2 Ráðherranum var ekki gerð refsing (hann var
síðar skipaður sendiherra Íslands í Washington). Fleira skringilegt gerðist í
ferlinu, þ. á m. að Alþingi skyldi ekki fylgja eftir ályktun sinni um rannsókn
á einkavæðingu bankanna á árunum 1998–2003. Einnig sú ákvörðun RNA
um að meðal þeirra nær 200 einstaklinga sem nefndin boðaði til skýrslutöku
skyldi ekki vera fyrrum bankastjóri Landsbanka Íslands (einn af þremur
fyrir einkavæðingu), Sverrir Hermannsson. Sverrir hafði í fjölmörgum
blaðagreinum borið rökstuddar sakir á nokkra háttsetta bankamenn og
stjórnmálamenn um meint lögbrot fyrir og eftir einkavæðingu bankanna,
menn sem allt fram að hruni léku lykilhlutverk í bankakerfinu. Þeirra á
meðal var Kjartan Gunnarsson, varaformaður stjórnar Landsbankans, sem
einnig var lengi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Gagnrýni á RNA hefur þó aðallega komið frá þeim – bankamönnum og
einnig opinberum embættismönnum og stjórnmálamönnum – sem gagn-
rýndir eru í skýrslu nefndarinnar og lögfræðingum þeirra. Hæstiréttur
hefur lýst því yfir að rannsóknarniðurstöður RNA megi ekki nota sem
sönnunargögn fyrir dómi.
Endurteknar tilraunir voru gerðar til að sverta og bola úr embætti for-
stjóra FME sem tók við eftir hrun. Fyrstu tvær tilraunirnar til að hrekja
hann á brott mistókust. Þegar þriðja tilraunin var um það bil að renna út
í sandinn var forstjóranum vikið úr embætti fyrir að hafa átt þátt í að leka
upplýsingum til dagblaðs. Hann fékk eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm.
Afstaða forstjórans var sú að hann hafi reynt sem einstaklingur að fletta
ofan af pólitískri spillingu og verja trúverðugleika stofnunar sem hann var
settur yfir gegn ófyrirleitnum árásarmönnum. Margir vona að á því þriggja
ára tímabili sem Gunnar Þ. Andersen var forstjóri FME hafi tekist að koma
öllum mikilvægustu málunum um meint fjársvik til Sérstaks saksóknara.
Aðrir vona að svo sé ekki. Á sama tíma hafa fjárveitingar til embættis Sér-
staks saksóknara verið skertar verulega tvö ár í röð, þannig að embættið
hefur neyðst til að segja upp starfsfólki þrátt fyrir að hafa enn ógrynni
verkefna á sínum höndum. Það var svo lagt niður í árslok 2016 og sameinað
embætti héraðssaksóknara.
Þessi þróun mála hefur eitrað andrúmsloftið og grafið enn undan sam-
félagslegri samheldni. Kjarni vandans er sá að þeir sem skýrsla RNA (2010)
og fleiri segja að beri höfuðábyrgð á hruninu neita allri ábyrgð, hvort sem