Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 108

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 108
Þ o r va l d u r G y l fa s o n 108 TMM 2017 · 1 fara yfir skýrslu RNA bætti 8. nafninu á listann, nafni utanríkisráðherra hrunstjórnarinnar og þáverandi formanns Samfylkingarinnar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þrátt fyrir þetta ákvað Alþingi að aðeins fyrrum for- sætisráðherra skyldi ákærður en ekkert hinna. Landsdómur kom saman í fyrsta sinn í sögu landsins og sakfelldi fyrrum forsætisráðherra „fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikil- væg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að honum hlaut að vera ljós sá háski, sem vofði yfir bankakerfinu og þar með heill ríkisins […].“2 Ráðherranum var ekki gerð refsing (hann var síðar skipaður sendiherra Íslands í Washington). Fleira skringilegt gerðist í ferlinu, þ. á m. að Alþingi skyldi ekki fylgja eftir ályktun sinni um rannsókn á einkavæðingu bankanna á árunum 1998–2003. Einnig sú ákvörðun RNA um að meðal þeirra nær 200 einstaklinga sem nefndin boðaði til skýrslutöku skyldi ekki vera fyrrum bankastjóri Landsbanka Íslands (einn af þremur fyrir einkavæðingu), Sverrir Hermannsson. Sverrir hafði í fjölmörgum blaðagreinum borið rökstuddar sakir á nokkra háttsetta bankamenn og stjórnmálamenn um meint lögbrot fyrir og eftir einkavæðingu bankanna, menn sem allt fram að hruni léku lykilhlutverk í bankakerfinu. Þeirra á meðal var Kjartan Gunnarsson, varaformaður stjórnar Landsbankans, sem einnig var lengi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Gagnrýni á RNA hefur þó aðallega komið frá þeim – bankamönnum og einnig opinberum embættismönnum og stjórnmálamönnum – sem gagn- rýndir eru í skýrslu nefndarinnar og lögfræðingum þeirra. Hæstiréttur hefur lýst því yfir að rannsóknarniðurstöður RNA megi ekki nota sem sönnunargögn fyrir dómi. Endurteknar tilraunir voru gerðar til að sverta og bola úr embætti for- stjóra FME sem tók við eftir hrun. Fyrstu tvær tilraunirnar til að hrekja hann á brott mistókust. Þegar þriðja tilraunin var um það bil að renna út í sandinn var forstjóranum vikið úr embætti fyrir að hafa átt þátt í að leka upplýsingum til dagblaðs. Hann fékk eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm. Afstaða forstjórans var sú að hann hafi reynt sem einstaklingur að fletta ofan af pólitískri spillingu og verja trúverðugleika stofnunar sem hann var settur yfir gegn ófyrirleitnum árásarmönnum. Margir vona að á því þriggja ára tímabili sem Gunnar Þ. Andersen var forstjóri FME hafi tekist að koma öllum mikilvægustu málunum um meint fjársvik til Sérstaks saksóknara. Aðrir vona að svo sé ekki. Á sama tíma hafa fjárveitingar til embættis Sér- staks saksóknara verið skertar verulega tvö ár í röð, þannig að embættið hefur neyðst til að segja upp starfsfólki þrátt fyrir að hafa enn ógrynni verkefna á sínum höndum. Það var svo lagt niður í árslok 2016 og sameinað embætti héraðssaksóknara. Þessi þróun mála hefur eitrað andrúmsloftið og grafið enn undan sam- félagslegri samheldni. Kjarni vandans er sá að þeir sem skýrsla RNA (2010) og fleiri segja að beri höfuðábyrgð á hruninu neita allri ábyrgð, hvort sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.