Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 116
H u g v e k j a
116 TMM 2017 · 1
hægðarauka um „höfundinn“), og að
fyrra bragði gefinn út til að hala inn
aura.
Það var þó ekki allt og sumt. Njósnar-
inn OSS 117 var semsé líka ódeigur bar-
áttumaður gegn bellibrögðum heims-
kommúnismans hvar á jarðarkringlunni
sem var, hann kom þar sem eitthvað
kraumaði undir, fletti ofan af því og sá til
þess að hrinda hættunni úr vegi, kannske
með hjálp útsendara CIA á staðnum. Þeir
sem stóðu að þeirri hlið verkanna virtust
ekki vera neinir viðvaningar. Það lá í
augum uppi að einhver hafði verið gerð-
ur út af örkinni til Íslands til að kanna
vendilega allar aðstæður, ekki aðeins
staði og leiðir heldur líka sitt af hverju
um siði og venjur landsmanna, svo hægt
væri að setja atburðina á svið í raunveru-
legu umhverfi. Sá hefur unnið starf sitt
vel, leiðarlýsingar í bókinni eru nokkurn
veginn réttar, með öllum staðaheitum,
svo og lýsingar á veðurfari að haustlagi,
inn er skotið upplýsingum um hitaveit-
una, bananarækt í gróðurhúsum,
sædýrasafnið í Hafnarfirði og nafnvenjur
Íslendinga, og menn drekka pilsner, „sem
er óáfengur en hressandi á bragðið“. En
það eru ekki aðeins staðhættirnir sem
aðstandendur bókarinnar hafa reynt að
fræðast um. Á einum stað heldur útsend-
ari CIA á Keflavíkurflugvelli langa tölu
yfir OSS 117 um mikilvægi herstöðvar-
innar fyrir Atlantshafsbandalagið, og er
hún eins skýr og nákvæm og best verður
á kosið, sérfræðingur í hermálum hefði
varla getað orðað hana betur. Fyrir kunn-
ugan og kannske gagnrýninn lesanda er
þarna ekkert á ferðinni sem gæti vakið
tortryggni.
En rétt er að opna bókina. Strax á
fyrstu blaðsíðunni mætir augum lesand-
ans coitus viri cum femina í fáum en
nákvæmum dráttum, það er incipit bók-
arinnar. Þannig höfðar bláupphafið víðar
en til augnanna, og virðist með því eiga
að negla hvern sem á það rekst niður í
blöðin. Eftir stuttan lestur verður lesand-
inn svo alls vís um erindi OSS 117 á
Íslandi. Það hafa borist mjög svo óljósar
fregnir um að kommúnistar hyggist láta
til skarar skríða á landinu, en enginn veit
þó hverju þeir kunna að taka upp á. Því
hefur njósnarinn mikli verið sendur á
staðinn ásamt aðstoðarmanni sínum
Enrique Sagarra; sá er spænskur að upp-
runa og jafnan vopnaður píanóstreng
sem hann bregður um háls manna til að
sarga af þeim höfuðið eða losa um mál-
beinið, hvort sem verkast vill. Sagarra
þessi hefur verið settur í starf í herstöð-
inni í Keflavík, en sá orðrómur er látinn
fylgja honum að hann sé óáreiðanlegur,
eitthvað kunni að vera athugavert við
hans vestræna rétttrúnað. Með þessu á að
auðvelda honum að komast í tengsl við
kommúnista, og veiða upp úr þeim upp-
lýsingar.
En staðan á Íslandi er flókin, og
þykknar flækjan eftir því sem á bókina
líður. Höfundurinn fræðir lesendur sína
um að þar í landi starfi kommúnista-
flokkurinn fyrir opnum tjöldum, það
brjóti ekki á móti neinum lögum að vera
félagi í honum, og því leyfist flokknum
að berjast fyrir því að Íslendingar gangi
úr Atlantshafsbandalaginu. Það er þó
ekki allt og sumt. Vegna samstarfs vinstri
flokkanna fengu kommúnistar nýlega
sæti í ríkisstjórn og þá komu flokksmenn
hans úr felum og köstuðu grímunni.
Fyrir bragðið tókst lögreglunni á Íslandi,
„sem er kunn fyrir andkommúnisma“ að
koma þeim á sína spjaldskrá (ekki rímar
þetta þó vel saman). Tími vinstri stjórn-
arinnar er að vísu liðinn og „raunsærri“
menn komnir til valda – sá orðrómur er
á kreiki að maður CIA í Keflavík hafi átt
þar hlut að máli – en Bandaríkjamenn
hafa eigi að síður sárar áhyggjur af
ástandinu. Eitt þorskastríð er að baki og
annað kannske í uppsiglingu, og þótt