Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 116

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Qupperneq 116
H u g v e k j a 116 TMM 2017 · 1 hægðarauka um „höfundinn“), og að fyrra bragði gefinn út til að hala inn aura. Það var þó ekki allt og sumt. Njósnar- inn OSS 117 var semsé líka ódeigur bar- áttumaður gegn bellibrögðum heims- kommúnismans hvar á jarðarkringlunni sem var, hann kom þar sem eitthvað kraumaði undir, fletti ofan af því og sá til þess að hrinda hættunni úr vegi, kannske með hjálp útsendara CIA á staðnum. Þeir sem stóðu að þeirri hlið verkanna virtust ekki vera neinir viðvaningar. Það lá í augum uppi að einhver hafði verið gerð- ur út af örkinni til Íslands til að kanna vendilega allar aðstæður, ekki aðeins staði og leiðir heldur líka sitt af hverju um siði og venjur landsmanna, svo hægt væri að setja atburðina á svið í raunveru- legu umhverfi. Sá hefur unnið starf sitt vel, leiðarlýsingar í bókinni eru nokkurn veginn réttar, með öllum staðaheitum, svo og lýsingar á veðurfari að haustlagi, inn er skotið upplýsingum um hitaveit- una, bananarækt í gróðurhúsum, sædýrasafnið í Hafnarfirði og nafnvenjur Íslendinga, og menn drekka pilsner, „sem er óáfengur en hressandi á bragðið“. En það eru ekki aðeins staðhættirnir sem aðstandendur bókarinnar hafa reynt að fræðast um. Á einum stað heldur útsend- ari CIA á Keflavíkurflugvelli langa tölu yfir OSS 117 um mikilvægi herstöðvar- innar fyrir Atlantshafsbandalagið, og er hún eins skýr og nákvæm og best verður á kosið, sérfræðingur í hermálum hefði varla getað orðað hana betur. Fyrir kunn- ugan og kannske gagnrýninn lesanda er þarna ekkert á ferðinni sem gæti vakið tortryggni. En rétt er að opna bókina. Strax á fyrstu blaðsíðunni mætir augum lesand- ans coitus viri cum femina í fáum en nákvæmum dráttum, það er incipit bók- arinnar. Þannig höfðar bláupphafið víðar en til augnanna, og virðist með því eiga að negla hvern sem á það rekst niður í blöðin. Eftir stuttan lestur verður lesand- inn svo alls vís um erindi OSS 117 á Íslandi. Það hafa borist mjög svo óljósar fregnir um að kommúnistar hyggist láta til skarar skríða á landinu, en enginn veit þó hverju þeir kunna að taka upp á. Því hefur njósnarinn mikli verið sendur á staðinn ásamt aðstoðarmanni sínum Enrique Sagarra; sá er spænskur að upp- runa og jafnan vopnaður píanóstreng sem hann bregður um háls manna til að sarga af þeim höfuðið eða losa um mál- beinið, hvort sem verkast vill. Sagarra þessi hefur verið settur í starf í herstöð- inni í Keflavík, en sá orðrómur er látinn fylgja honum að hann sé óáreiðanlegur, eitthvað kunni að vera athugavert við hans vestræna rétttrúnað. Með þessu á að auðvelda honum að komast í tengsl við kommúnista, og veiða upp úr þeim upp- lýsingar. En staðan á Íslandi er flókin, og þykknar flækjan eftir því sem á bókina líður. Höfundurinn fræðir lesendur sína um að þar í landi starfi kommúnista- flokkurinn fyrir opnum tjöldum, það brjóti ekki á móti neinum lögum að vera félagi í honum, og því leyfist flokknum að berjast fyrir því að Íslendingar gangi úr Atlantshafsbandalaginu. Það er þó ekki allt og sumt. Vegna samstarfs vinstri flokkanna fengu kommúnistar nýlega sæti í ríkisstjórn og þá komu flokksmenn hans úr felum og köstuðu grímunni. Fyrir bragðið tókst lögreglunni á Íslandi, „sem er kunn fyrir andkommúnisma“ að koma þeim á sína spjaldskrá (ekki rímar þetta þó vel saman). Tími vinstri stjórn- arinnar er að vísu liðinn og „raunsærri“ menn komnir til valda – sá orðrómur er á kreiki að maður CIA í Keflavík hafi átt þar hlut að máli – en Bandaríkjamenn hafa eigi að síður sárar áhyggjur af ástandinu. Eitt þorskastríð er að baki og annað kannske í uppsiglingu, og þótt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.