Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 120
H u g v e k j a 120 TMM 2017 · 1 það vitanlega mun verra. En öllum ber saman um að Klúbbmennirnir hafi verið höfuðpaurarnir í málinu og tekið þátt í því persónulega. Það skiptir engum togum, þeir eru handteknir og settir í einangrun. En þótt vitnisburðurinn gegn þeim sé lagður fram harðneita þeir öllum sakargiftum og standa fast á því. Lög- reglumennirnir eru þó vissir um að þeir muni um síðir láta undan, enda fer nú að draga til tíðinda, ein af þeim sem játaði fær dularfullar og nafnlausar hringingar, þar sem hún er spurð hvort hún sé ekki búin að segja nóg. Lögreglan telur ástæðu til að óttast um líf hennar og fær henni vopnaða lífverði. Það vitnast um hneyksli í fangelsinu: föngunum tekst að skiptast á bréfum. Ungur og djarfur þingmaður tekur málið upp á opinberum vettvangi með brauki og bramli og ber Dómsmála- ráðherrann þungum sökum. Þá er ekkert annað eftir en sögulokin, játningar „Klúbbmanna“ og vafalaust afsögn ráð- herrans líka. En það verða engin sögulok. Rann- sóknin hjakkar í sama farinu, Klúbb- mennirnir þverskallast við og um vorið er svo komið að lögreglunni er ekki leng- ur stætt á að geyma þá bak við lás og slá, þeim er sleppt tíunda maí. Lögreglan er þó enn sannfærð um sekt þeirra, og almenningur reyndar líka, eins og fyrr- greind þjóðsaga er til vitnis um. En að lokum getur lögreglan ekki lengur lamið hausnum við steininn, Klúbbmennirnir eru saklausir, glæpasagan sprungin. Og bókabúðargluggar sálarkompunnar standa galtómir. Þessi þáttaskipti verða nú sumarið 1976. Þá kemur til landsins þýski leyni- lögreglumaðurinn Karl Schütz, kvaddur sérstaklega til að leysa Geirfinnsmálið, og telur Jón Daníelsson að hann hafi fljót- lega ákveðið að afskrifa Klúbbmenn. En nú voru góð ráð dýr, það þurfti snarlega að skálda nýja sögu, helst ekki síðri, ann- ars var enginn kostur fyrir hendi annar en sá að fella málið niður eða þá skella allri skuldinni á smákrimmana, sem væri óneitanlega antiklimax. Fyrstu merkin um nýja sögu eru þó nokkuð eldri, semsé þegar farið var að draga Guðjón Skarp- héðinsson inn í málið. Hann var nefni- lega af allt öðru sauðahúsi en þeir sem höfðu verið yfirheyrðir fram að því, að vísu var hann gamall kennari Sævars og hafði látið hann flækja sig inn í smygl á cannabis indica, í dálitlum Bakka- bræðrastíl, en ekki verður séð að hann hafi haft nokkur minnstu tengsl hvorki við smásíli né stórlaxa undirheimanna. En átján dögum eftir að Klúbbmenn fá aftur að leika lausum hala er Erla tekin til yfirheyrslu og þá er farið að spyrja hana um samskipti þeirra Sævars við Guðjón. Eftir þetta fer athyglin að beinast meir og meir að Guðjóni og verður hann um síðir ein af aðalpersónunum; Sævar er yfirheyrður um tengsl sín við hann, og hefur Stefán Unnsteinsson þetta eftir honum í bók sinni Stattu þig drengur, þættir af Sævari Ciesielski: „Eitt sinn var ég spurður um hugsan- leg tengsl milli mín og hans (Guðjóns) við einhverja Baader-Meinhof konu þegar við vorum á meginlandinu 1975. Það var reynt að flækja mann í allan fjandann.“ Seint á árinu kemur enn ný hlið á Geirfinnsmálinu fram í drungalegt dags- ljós rannsóknarlögreglunnar: Klúbb- menn voru saklausir, en hvers vegna höfðu þeir verið dregnir inn í málið? Í yfirheyrslum sögðu nú fyrstu sakborn- ingarnir að það hefðu verið samantekin ráð þeirra að vísa á þessa menn ef þeir yrðu sjálfir gómaðir. En skyldi þetta ekki hafa verið hluti af undirferli hippa og rót- tæklinga? Þetta bendir til þess að nýr reyfari hafi verið í þann veginn að hoppa inn í bóka-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.