Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 124
R æ ð u r v i ð a f h e n d i n g u í s l e n s k u b ó k m e n n t a v e r ð l a u n a n n a
124 TMM 2017 · 1
febrúar mínus 25 gráður, nú er hitastig-
ið mínus ein gráða. Það væri kannski
ekki svo vitlaust fyrir suma að segja
ARCTIC FIRST og verða á meðal merk-
ustu leiðtoga sem jörðin hefur alið.
Ég vil nota tækifærið og þakka öllum
sem hafa stutt mig í þessu ævintýri sem
er rétt að byrja, fjölskyldu minni,
vinum, útgefanda, og hönnuði bókar-
innar, öllum þeim sem gerðu þetta
mögulegt.
Takk fyrir
Auður Ava Ólafsdóttir
Góðir gestir.
Hérna kemur obbulítið manífestó um
bókmenntir :
1. Bókmenntir eru elsta útflutnings-
grein þjóðarinnar og sú eina sem er
óháð gengissveiflum.
2. Bókmenntum kemur allt við; þar
með talið þröngsýn þjóðernishyggja,
stríðsrekstur stórvelda og 1,1 milljarður
tonna af plasti í heimshöfunum.
3. Engar bókmenntir, engin list hefur
nokkru sinni orðið til í sjálfhverfri ein-
angrun.
4. Skáld er útlendingur í eigin tungu-
máli. Það er hlutverk höfundar að mis-
skilja tungumálið. Sem leiðir okkur yfir
í næsta lið.
5. Rithöfundur er ,,hálfur heimaln-
ingur, hálfur útlendingur’’ (Þetta var
Stephan G að lýsa sjálfum sér).
6. Bók getur breytt lífi manns.
7. Það sem er á milli orðanna er
mikil vægast. Eins og öræfaþögn með
fjallagrasadúskum og einum fugli.
8. Það er ekki hægt að segja allt á
ensku. Þorsteinn Gylfason sýndi fram á
að ekki er hægt að þýða skárri og skást
yfir á ensku. Það er sérstaða okkar í
heiminum að eiga lýsingarorðið skárri.
Þess utan nota Íslendingar einir þjóða –
svo ég viti – sama orð yfir heimili og
veröldina alla, heima og heimur, sem má
skilja sem svo að gjörvallur heimurinn
sé heimili okkar. Af því að við erum
hinir og hinir eru við.
9. Síðasta lið í manífesti um skáld-
skap, þann níunda ætla ég að nota til að
minna á sögu sem ég held mikið uppá
og er sagan af ljósberunum í myrkrinu,
þeim Gísla, Eiríki og Helga og tilraun
þeirra til að bera sólarljós í lopahúfun-
um sínum inn í bæ. Mér hefur alltaf
þótt sagan falleg myndlíking fyrir
skáldskap og fyrir sköpun sem eins
konar ljóstillífun sem þurfi bara ímynd-
unarafl og ljós til að búa til eitthvað úr
engu. Eins og menn vita bjuggu þeir
bræður á Bakka í Svarfaðardal sem er
því ekki sami Bakki og við erum nú að
reisa á kísilver sem mun brenna 66 þús-
und tonnum af kolum árlega. Fyrir þetta
uppátæki að vilja setja ljós þar sem var
myrkur (og fleiri póetískar hugdettur)
voru þeir bræður kallaðir fífl.
Höfum þá í heiðri, bræðurna á
Bakka: Setjum sólskin í húfur og berum
í hús.
Reisum ljóstillífunarstöðvar, ekki
kolabrennsluver.
Að því sögðu þakka ég kærlega fyrir
mig.