Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 126
U m s a g n i r u m b æ k u r
126 TMM 2017 · 1
hann áréttar að sín fyrirætlun með
skrifunum hafi verið heiðarleg (26–31),
og engin ástæða til að rengja hann um
það. Það gefur enda auga leið þegar höf-
undarverk Þórbergs er skoðað að það er
ekki einasta skoplegt. Kaflinn í Ofvitan
um þar sem Þórbergur ætlar að fyrirfara
sér er einlæglega dramatískur og sömu-
leiðis þegar hann nærri því verður
hungurmorða einn og yfirgefinn í her-
bergi sem hann skuldar margfalda leigu
fyrir. Þá hafa ljóð hans oft verið hyllt
sem stólpagrín um nýrómantískan
kveðskap, en þó orti Þórbergur fjölda
háalvarlegra kvæða líka.
Hjá Soffíu Auði fá slíkar staðalmynd-
ir að víkja fyrir flóknari og margræðari
veruleika. Þórbergur er í senn að
nokkru leyti sá maður sem hann skap-
aði í skáldverkum sínum og höfundur-
inn, sem er allt annar maður. Skáldverk
segi ég, kannski meir af þykkju út í bók-
staflega túlkun á skrifum Þórbergs en af
fræðilegri flokkunargirni, en Soffía
Auður færir hér (17), líkt og víðar,4 fyrir
því rök að sjálfsævisöguleg verk Þór-
bergs séu skáldævisögur.5 Það er gott og
gilt hugtak sem lýsir vel efninu og
aðferðinni (sjá einnig umfjöllun um
þann „tvískinnung“ sem Kristinn E.
Andrésson fann í sjálfsævisögulegum
verkum Þórbergs, bls. 78–9). Meginnið-
urstaða fyrsta kafla bókarinnar er sem-
sagt sú að Þórbergur hafi oft og iðulega
að ósekju verið færður inn á hinn og
þennan bás þar sem hann átti ekki
heima; Þórbergi verði ekki réttilega lýst
sem trúði, sérvitringi, spámanni, meist-
ara, galgopa, andrómantíker. Slíkar ein-
faldanir gera á endanum meira ógagn en
gagn; þær smíða mýtu um mann sem
standa rannsóknum á verkum hans
fyrir þrifum þegar verk hans hafa um
árabil verið rangtúlkuð í ljósi mýtunnar.
Næsti kafli bókarinnar er líka visst
niðurrif á rótgrónum hugmyndum um
Þórberg, um sannleiksást hans og skil-
yrðislausa þjónustu hans við sannleik-
ann (þá má eins spyrja sig hvað sé sann-
leikur). „Sú skoðun hefur lengi verið á
lofti að sannleiksleitin væri eitt af helstu
leiðarhnoðum hans sem og krafa um
nákvæmni í stóru sem smáu. Svo mikil
áhersla hefur verið lögð á þetta tvennt í
skrifum um Þórberg – nákvæmnina og
sannleiksleitina – að hægt er að tala um
klifun.“ (44) Þórbergur setti sjálfan sig
og nákvæmni sína vissulega á svið í
verkum sínum, og smásmygli hans á
ýmsum sviðum, svo sem um nákvæmar
tíma- og veðurmælingar, hefur orðið til-
efni til vangaveltna um það hvort hann
hafi haft aspergerheilkenni.6 Nákvæmn-
isárátta þarf aftur á móti ekki að þýða
að Þórbergur hafi endilega talið nauð-
synlegt að segja satt og rétt frá öllu enda
þótt hann þykist gera það, til að mynda
með því að vísa í miðri sögu í eigin dag-
bækur um tímasetningar og atburði sem
lesandinn (meðan Þórbergur lifði, að
minnsta kosti) hafði engin tök á að stað-
festa. Síðan þegar dagbækurnar eru
síðar skoðaðar kemur í ljós að ýmsu er
logið í bókum Þórbergs, enda ekki að
furða, þær eru skáldverk.7 Með því að
vera nógu nákvæmur á sumum sviðum
tekst Þórbergi því að komast aftan að
grandalausum lesendum sínum og
breyta staðreyndum.8 Af slíkum hag-
ræðingum Þórbergs tekur Soffía Auður
tvö dæmi: Annars vegar af Elskunni
hans Þórbergs og hins vegar um fyrstu
upplyftingu Þórbergs í kirkjugarðinum.
Elskan mætti segja að sé uppáhalds-
dæmið um skáldun Þórbergs enda hafa
fjölmargir gert sér mat úr henni eftir að
Helgi M. Sigurðsson benti fyrstur á mis-
ræmið milli dagbóka Þórbergs og frægr-
ar lýsingar á framhjágöngu hans í
Íslenzkum aðli.9. Elskan kemur sem
kunnugt er fyrir sem viðfang pars pro
toto (fyrst og fremst er henni lýst sem