Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Síða 126
U m s a g n i r u m b æ k u r 126 TMM 2017 · 1 hann áréttar að sín fyrirætlun með skrifunum hafi verið heiðarleg (26–31), og engin ástæða til að rengja hann um það. Það gefur enda auga leið þegar höf- undarverk Þórbergs er skoðað að það er ekki einasta skoplegt. Kaflinn í Ofvitan­ um þar sem Þórbergur ætlar að fyrirfara sér er einlæglega dramatískur og sömu- leiðis þegar hann nærri því verður hungurmorða einn og yfirgefinn í her- bergi sem hann skuldar margfalda leigu fyrir. Þá hafa ljóð hans oft verið hyllt sem stólpagrín um nýrómantískan kveðskap, en þó orti Þórbergur fjölda háalvarlegra kvæða líka. Hjá Soffíu Auði fá slíkar staðalmynd- ir að víkja fyrir flóknari og margræðari veruleika. Þórbergur er í senn að nokkru leyti sá maður sem hann skap- aði í skáldverkum sínum og höfundur- inn, sem er allt annar maður. Skáldverk segi ég, kannski meir af þykkju út í bók- staflega túlkun á skrifum Þórbergs en af fræðilegri flokkunargirni, en Soffía Auður færir hér (17), líkt og víðar,4 fyrir því rök að sjálfsævisöguleg verk Þór- bergs séu skáldævisögur.5 Það er gott og gilt hugtak sem lýsir vel efninu og aðferðinni (sjá einnig umfjöllun um þann „tvískinnung“ sem Kristinn E. Andrésson fann í sjálfsævisögulegum verkum Þórbergs, bls. 78–9). Meginnið- urstaða fyrsta kafla bókarinnar er sem- sagt sú að Þórbergur hafi oft og iðulega að ósekju verið færður inn á hinn og þennan bás þar sem hann átti ekki heima; Þórbergi verði ekki réttilega lýst sem trúði, sérvitringi, spámanni, meist- ara, galgopa, andrómantíker. Slíkar ein- faldanir gera á endanum meira ógagn en gagn; þær smíða mýtu um mann sem standa rannsóknum á verkum hans fyrir þrifum þegar verk hans hafa um árabil verið rangtúlkuð í ljósi mýtunnar. Næsti kafli bókarinnar er líka visst niðurrif á rótgrónum hugmyndum um Þórberg, um sannleiksást hans og skil- yrðislausa þjónustu hans við sannleik- ann (þá má eins spyrja sig hvað sé sann- leikur). „Sú skoðun hefur lengi verið á lofti að sannleiksleitin væri eitt af helstu leiðarhnoðum hans sem og krafa um nákvæmni í stóru sem smáu. Svo mikil áhersla hefur verið lögð á þetta tvennt í skrifum um Þórberg – nákvæmnina og sannleiksleitina – að hægt er að tala um klifun.“ (44) Þórbergur setti sjálfan sig og nákvæmni sína vissulega á svið í verkum sínum, og smásmygli hans á ýmsum sviðum, svo sem um nákvæmar tíma- og veðurmælingar, hefur orðið til- efni til vangaveltna um það hvort hann hafi haft aspergerheilkenni.6 Nákvæmn- isárátta þarf aftur á móti ekki að þýða að Þórbergur hafi endilega talið nauð- synlegt að segja satt og rétt frá öllu enda þótt hann þykist gera það, til að mynda með því að vísa í miðri sögu í eigin dag- bækur um tímasetningar og atburði sem lesandinn (meðan Þórbergur lifði, að minnsta kosti) hafði engin tök á að stað- festa. Síðan þegar dagbækurnar eru síðar skoðaðar kemur í ljós að ýmsu er logið í bókum Þórbergs, enda ekki að furða, þær eru skáldverk.7 Með því að vera nógu nákvæmur á sumum sviðum tekst Þórbergi því að komast aftan að grandalausum lesendum sínum og breyta staðreyndum.8 Af slíkum hag- ræðingum Þórbergs tekur Soffía Auður tvö dæmi: Annars vegar af Elskunni hans Þórbergs og hins vegar um fyrstu upplyftingu Þórbergs í kirkjugarðinum. Elskan mætti segja að sé uppáhalds- dæmið um skáldun Þórbergs enda hafa fjölmargir gert sér mat úr henni eftir að Helgi M. Sigurðsson benti fyrstur á mis- ræmið milli dagbóka Þórbergs og frægr- ar lýsingar á framhjágöngu hans í Íslenzkum aðli.9. Elskan kemur sem kunnugt er fyrir sem viðfang pars pro toto (fyrst og fremst er henni lýst sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.