Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 127

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 127
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 1 127 „drifhvítum höndum“) í Íslenzkum aðli, Ofvitanum og loks í mýflugumynd í Meisturum og lærisveinum, og sam- svarar raunverulegri konu sem hét Arn- dís Jónsdóttir. Þau Þórbergur bjuggu samtímis í Bergshúsi við Skólavörðustíg og eftir sumar Þórbergs í vegavinnu í Hrútafirði (þar sem hann forðaðist að mestu návist við Elskuna sína) og loks í vinnu á Höfnersbryggju á Akureyri, ákveður hann að koma við í Hrútafirði á heimleiðinni og heilsa upp á Elskuna sína, og má segja að allur fyrri hluti verksins sé markvisst byggður aðdrag- andi að þeim hápunkti. Í Íslenzkum aðli bregður svo við að hann guggnar á ást- arævintýrinu og gengur framhjá, og endar þannig eins og frægur brandari um manninn á punkteraða bílnum sem sannfærir sjálfan sig smátt og smátt á leiðinni á næsta sveitabæ að sér verði illa tekið og endar á að segja bóndanum á bænum að eiga sjálfur sinn helvítis dún- kraft áður en bóndinn hefur fengið tækifæri til að átta sig á erindinu. Þetta er hinn fullkomni endir á mislukkaðri ástarsögu, en reyndin er sú að hvorki var ástarsagan alveg svona misheppnuð né heldur gekk Þórbergur framhjá.10 Sagan af sveindómsmissi Þórbergs í Suðurgötukirkjugarði er sömuleiðis færð í stílinn til að gera allt skoplegra og staðreyndum hnikað til í þeim tilgangi (51–3) Enn fremur ræðir Soffía Auður nokkuð óléttufrásögn Bréfs til Láru og sýnir fram á margræðni hennar um leið og hún nefnir að Þórbergur hefur diktað upp kafla um þunganir sem hvergi fyr- irfinnst í lækningabók Jónassens. Það er einmitt af þessum sökum, segir hún, að vænlegra sé „að meta skrif Þórbergs í ljósi fagurfræði skáldskapar enda er skáldsöguvitund mjög sterkur þáttur í flestum bókum Þórbergs. Þá má einnig velta því fyrir sér hvort Þórbergur sé vísvitandi að senda lesendur á „villigöt- ur“ þegar hann bendir á lækningabók- ina í óléttufrásögninni og hvort tengsl við aðrar bækur séu ekki nærtækari.“ (69–72) Í fimmta kafla má meira að segja sjá Þórberg dagbókanna minnast sjómannsáranna með hlýju! (143) Ágæta umfjöllun um bókmennta- greinar, sem Soffía Auður nefnir bók­ menntagervi með ágætum rökum, er að finna í þriðja kafla bókarinnar (75–81), sem einna helst fjallar um Bréf til Láru og samblöndun bókmenntagerva í henni, rittengsl við Heine og viðtökur bókarinnar, sem vel eru þekktar og veita umgjörð hinni frásagnarlegu greiningu á verkinu sem mestur fengur er að. „Ég tek undir það að bækur Þórbergs séu opin verk, texti sem leitar og leitast við að smjúga undan skilgreiningum, enda hefur neikvætt formerki gjarnan verið sett á þær; þær eru ekki skáldsögur, ekki hefðbundnar sjálfsævisögur, tilheyra ekki hreinræktaðri tegund og ljóst má vera að þær eru skrifaðar af höfundi sem er í virku andófi gegn íslensku skáldsögunni eins og hún hafði þróast á sínum stutta líftíma“ (80) segir Soffía Auður á einum stað. Að vísu má spyrja sig sömuleiðis hvort nokkrar hreinrækt- aðar tegundir eða bókmenntagervi séu raunverulega til nema sem frummyndir, það er hvort hver höfundur gæði ekki formið vissu lífi sem hefur það upp yfir það og gerir hvert verk einstakt, og hvort slíkir merkimiðar séu þá ekki ætíð hafðir til einföldunar fremur en til greiningar. Slíkir stimplar eru mjög vin- sælir nú um stundir, en þegar skáldsaga er sögð vera neo-noir borgarfantasía með votti af gufupönki og undir áhrif- um frá hinni klassísku spæjarasögu í bland við gotneskan litteratúr veltir maður óhjákvæmilega fyrir sér hvort bókmenntastimplar séu ekki komnir út í ofurnákvæmni sem gerir lítið úr því hvað sagan sjálf snýst um, en það er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.