Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 128
U m s a g n i r u m b æ k u r
128 TMM 2017 · 1
umræða fyrir annan tíma. Þórbergur
snýr bókmenntagervum léttilega á haus
en kannski merkir það ekki síst að bók-
menntagervin voru ekki beysin fyrir, ef
þá ekki yfirborðslegar eftirhreytur liðins
tíma. Skáldsagan er ennþá ný og við
erum enn að berjast við að skilja hana.
Í fjórða kafla sannast enn hvað Þór-
bergur var slyngur sagnamaður. Fólk
átti margt erfitt með að átta sig á því
hvers konar bækur Suðursveitarbækurn-
ar væru, ekki síst sakir ofurnákvæmni
Þórbergs í lýsingum á húsakynnum á
heimabæ sínum að Hala í Suðursveit
(„langur hali það“), en þessi nákvæmni
helst þó í hendur við það að Þórbergur
sýtir að fólk fyrri tíma hafi ekki haldið
nákvæmar dagbækur um dagleg störf
sín, hugðarefni, dægradvalir, lífskjör og
allt hvaðeina. Allt eru þetta atriði sem
fræðimönnum hefðu orðið til gagns við
að greina og skilja horfin samfélög fyrri
alda til hlítar, og Þórbergi sveið að þetta
væri ekki hægt; þó að Þórbergur hefði
reyndar manna best átt að vita hvernig
„raunverulegir atburðir“ eiga til að verða
í endursögn.
Sjálfur hélt Þórbergur veðurdagbók,
ítarlegar dagbækur, frumritaði bréf og
geymdi áður en hann hreinritaði og
sendi, og svo framvegis. Og fyrir vikið
vitum við mun meira um Þórberg en
ella – að svo miklu leyti sem hægt er að
taka hann trúanlegan, sem er hreint út
sagt ómögulegt að meta. Þórbergur bæði
iðkaði það sem hann vildi óska sér að
allir aðrir hefðu alltaf iðkað, það er
nákvæma skrásetningu lífsatriða sinna,
og skrifaði skáldverk eins og út frá slík-
um heimildum jafnvel þótt hann þyrfti
að ljá „veruleika“ þeirra skáldlega hjálp-
arhönd út í eitt. Þar um er frægast
dæmið af brúðkaupi foreldra hans sem
hann segir frá líkt og hann, ófæddur,
hafi verið viðstaddur.
Sjálfum þótti mér vænst um saman-
tekt Soffíu Auðar á kvöldvökum í Suð-
ursveit sem fer langa leið að því marki
að skýra sum hugðarefni Þórbergs á síð-
ari árum (129–134). Það er ekki ólíklegt
að kvöldvökur af þessu tagi hafi verið
ævafornar að sniði, sem undirstrikar
aldamótamennsku Þórbergs: öðrum fæti
stóð hann í miðaldamenningu, en í hinn
fótinn stóð hann sem boðberi nýrra
tíma í íslenskum bókmenntum – og
vissi það sjálfur, þótt hann stærði sig af
því í írónískri fjarlægð. Þá kemur einnig
fram sú skoðun að óbeit Þórbergs á
kristinni trú í æsku hafi ef til vill skilað
sér í því hversu gjörhugull hann var í
gagnrýni sinni á kristindóminn í Bréfi
til Láru (132–134), en það virðast þó
helst hafa verið leiðindi illa skrifaðra
vandlætinga sem fóru í taugarnar á
honum fremur en að hann hafi endilega
fundið sig í andstöðu við hin trúarlegu
efni í kjarna þeirra, enda hætti hann
aldrei að trúa á æðri máttarvöld þótt
ekki væri hann kristinn.11 Og auðvitað
eru lýsingar „ólíkindatólsins“ á sveitinni
bullandi rómantískar, eins og Soffía
Auður bendir á, en um leið gráglettnar
eins og þegar hann segir kindur vera
rómantísk skáld hverra sálir eftir
hundruð þúsundir eða milljónir ára eigi
aðeins eftir að fá bústað í mönnum
(137–139).
Soffía Auður færir fyrir því rök að
íslenskunám Þórbergs hafi haft áhrif á
ritstíl hans í annars stuttum kafla um
námsárin 1909–1916. Það er ef til vill
smáatriði, sem virðist því stærra sem
bókin er annars ítarleg, en þar vísar hún
til ritgerðar sem Þórbergur muni hafa
skrifað til meistaraprófs við Heimspeki-
deild en hann hafi ekki fengið að
útskrifast vegna þess að hann hafði
hvorki lokið gagnfræða- né stúdents-
prófi (150). Þetta eru skýringar við
Snorra-Eddu sem Þórbergur talar um í
Meisturum og lærisveinum að hann hafi