Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 130

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Side 130
U m s a g n i r u m b æ k u r 130 TMM 2017 · 1 sleppa þeim kumpánum úr umfjöllun- inni eða rökstyðja nánar af hverju sú hugmynd – fremur en nýlegri kenningar um sjálfið – varð fyrir valinu. Þaðan fer Soffía Auður út í nómadisma Rosi Bra- idotti út frá óljósum tengslum við tíð ferðalög Þórbergs til útlanda, og heim- spekilegar hugmyndir um samband lík- ama og sálar með samanburði við Bréf til Láru (210–215), en þó finnst mér ekki að annað bæti í raun og veru nokkru við hitt. Ég held að hugmyndir Þórbergs um viðræðu líkama og sálar væri áhuga- verðara að lesa í ljósi spíritisma og guð- speki. Það gæti vel verið að eftir ein- hverju sé að slægjast með þeim saman- burði sem Soffía Auður velur, en það nýtur sín í öllu falli ekki í svo knappri lýsingu; greiningin þyrfti að vera mun rækilegri og skýrari. Öllu áhugaverðari þykja mér þeir undirkaflar sjöunda kaflans sem fjalla um frásagnarlega kvengervingu Þórbergs á sjálfum sér (215–219) og aðferðalegur samanburð- urinn á honum og Chaplin, eins og þeir sjálfir lýsa aðferðum sínum (225–228). Þar lifna fyrir lesandanum eftirhermur Þórbergs úr kvikmynd Ósvalds Knud- sen um hann. Áttundi kaflinn fjallar svo um stíl Þórbergs og hugmyndir hans um stíl, þá meðal annars gagnrýni hans á Horn­ strendingabók sem birtist í „Einum kennt – öðrum bent“. Það sem Þórbergi fannst betur mega fara þar er margt það sama og hann var síðar gagnrýndur fyrir í Suðursveitarbókum sínum, svo sem að öllu ætti að vera lýst eins ítarlega og unnt væri til að auka sem mest þekk- ingu lesenda (236–241). Sérstaða höf- undar Ævisögu Árna prófasts Þórarins­ sonar er rædd á bls. 243–261 – það er að segja hvort höfundur sé einn en annar hafi skráð, eins og haldið er fram í bók- inni, eða hvort þeir séu tveir – og er því lunginn úr kaflanum. Þar segir Soffía Auður, og endurómar á vissan hátt þau vandasömu vinnubrögð sem viðhafa þarf í rannsóknum á varðveislu mið- aldabókmennta (sem Þórbergi munu hafa verið kunnug): „Ef við föllumst á að séra Árni sé ekki (lengur) til nema sem texti þá blasir einnig við að höfund- ur þess texta er Þórbergur Þórðarson.“ (245) Um sannleiks- og nákvæmnis- kröfu Þórbergs í orði er í ævisögu séra Árna að finna vissan prófstein, en því miður eru fá vitni þar að lútandi nema Þórbergur sjálfur. Þannig orkar hið bók- lega á hið munnlega og forgengilega, tekur það á endanum yfir og verður að átoriteti aldanna. Soffía Auður tortrygg- ir með réttu innskot Þórbergs þar sem hann bregður því sérstaklega við að hann hafi fyllt frásögnina með utanað- komandi heimildum, enda kunna slíkar afsakanir sem lýsa eiga undantekning- um að vera skálkaskjól fyrir vinnubrögð hans almennt (247–248). Sitthvað fleira kræsilegt má finna hér, svo sem saman- burð við ævisögu Samuels Johnson eftir Boswell. Að lokum, í níunda kafla, fjallar Soffía Auður um áhrif Þórbergs, sem sjálfur sagðist vera „eins og menn verða eftir næstu aldamót,“ á rithöfunda hérna megin aldamótanna. Sá kafli nær engri sérstakri dýpt og mér virðist honum ekki ætlað að gera það, heldur eigi hann að vera úrval dæma sem hefði eins getað verið öðruvísi. Því orkar hann ögn munaðarlaus á mig svona í samhengi bókarinnar en er fróðlegur samt og skaðar ekki bókina; hann er meira eins og viðauki og ágætur fyrir sinn hatt. Sjálfsagt eru þeir til sem spyrja hvaða endalausa upphafning þetta sé á ofvit- anum úr Suðursveit, hvort ekki sé löngu búið að fjalla um þetta allt í bak og fyrir, svona eins og þegar sjöþúsundasta bókin um æviatriði Hitlers birtist í Eymundsson í Austurstræti. Stutta svar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.