Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 131

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2017, Page 131
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 1 131 ið er: nei. Á plánetu þar sem heilu þjóð- irnar hverfa inn í milljarða manneskja sem lifa og hrærast hér á fleygiferð um geiminn getur verið nánast ótrúlegt að sjá hvað býr í ævi einnar manneskju, í höfundarverki eins rithöfundar; það staðfestir svo rækilega margslunginn veruleika manneskjunnar að ein per- sóna verður aldrei greind í einni bók og ekki í fimmhundruð bókum. Til þess eru bækur vanmáttugur miðill. Þær geta aftur á móti varðveitt kjarna sem nálg- ast má manneskjuna um og komast nær skilningi á stöðu hennar í heiminum. Í verkum Þórbergs má finna þessa mannlegu nánd sem er svo skrítin og flókin og fólk hefur síðustu hundrað árin klórað sér í kollinum yfir og afgreitt hann sem ofvita fyrir. Öllum þessum margbreytileika verka Þórbergs kemur Soffía Auður vel til skila í fyrstu bókmenntafræðilegu heildarúttektinni á höfundarverki hans. Hér er yfirlitsritið um frásagnarlist Þórbergs sem sárvantaði loks komið til okkar. Það bíður framtíðarinnar að færa okkur ekki minni rit um einstök verk Þórbergs. Það mætti skrifa langt mál um ævisöguleg rit Þórbergs hvert fyrir sig, greina hverja Suðursveitarbók ofan í frumeindir, kafa mun dýpra ofan í Bréf til Láru – tilurð þess, forsendur og afleiðingar – en nokkru sinni hefur verið gert; það mætti skrifa bók á stærð við símaskrá, ef símaskrár væru enn til, um kveðskap Þórbergs og fræðilegan áhuga hans á kveðskaparlistinni og þá ekki síst fornkvæðum (hvar í liggur brandarinn um Eddu, „prologus“ og koll-leka hans Snorra Sturluson). Þá liggur „ljóðabókin sem allir vildu gleyma,“ Marsinn til Kreml, að mestu óbætt hjá garði (199–200),17 en flestum hefur hingað til dugað að lesa svar Hannesar Péturssonar við þeirri send- ingu.18 Það hefur ennþá enginn utan Guðmundur Andri Thorsson, mér vit- andi, tekið til greiningar Rauðu hætt­ una19 eða gruflað af nokkurri alvöru í andlegum málefnum þeim sem Þór- bergur byggði lífsspeki sína á. Um hvort tveggja mætti skrifa langar ritgerðir. Og enn er ýmislegt til í handriti sem varpað getur frekara ljósi á þennan mann og flækt mynd okkar af honum enn fremur en þegar hefur verið gert. Af nógu er enn að taka í Þórbergsfræðum. Það má ekki skilja mig sem svo að ég vildi að Soffía Auður hefði gert allt þetta í bók sinni. Það væri undarleg krafa. Nógu er ritið ítarlegt til að það hvarfli að lesandanum að gaman væri að sjá upplitið á Þórbergi ef hann væri meðal vor til að lesa það. Það sem ég vildi sagt hafa er það að með Ég skapa – þess vegna er ég hefur Soffía Auður gert okkur enn betur kleift en áður að sjá veginn framundan og hvar hann kvísl- ast. Við eigum enn eftir að sjá hvar leið- irnar liggja saman að lokum en það er nú einu sinni það sem gerir fræðin þess virði að iðka þau. Tilvísanir 1 Sjá t.d. Halldór Guðmundsson, Skáldalíf (Reykjavík: JPV, 2006); Pétur Gunnarsson, ÞÞ í fátæktarlandi, ÞÞ í forheimskunarlandi (Reykjavík: JPV, 2007 & 2009);. Þá ber að nefna rit Helga M. Sigurðssonar, Frumleg hreinskilni: Þórbergur Þórðarson og menn­ ingin á mölinni í upphafi aldar (Reykjavík: Árbæjarsafn|Hið íslenska bókmenntafélag, 1993). Ýmsar frumlegar nálganir er þó að finna í Að skilja undraljós í ritstjórn Berg- ljótar Soffíu Kristjánsdóttur og Hjalta Snæs Ægissonar (Reykjavík: Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands|Háskólaút- gáfan, 2010). 2 Hér er að vísu sitthvað skilið út undan, svo sem skrif Þórbergs um spíritisma, esperant- isma og sósíalisma. Að þessu fann Bergljót Soffía Kristjánsdóttir við doktorsvörn Soffíu Auðar og færði fyrir því ágæt rök (sem ég vona að rati á prent eins og andmælaræður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.